Persónuverndarstefna

Síðast uppfært 19. janúar 2021

Vinnsla persónuupplýsinga

Við leggjum mikla áherslu á að vernda persónuupplýsingar notenda. Þeim verður ekki deilt með þriðja aðila nema á grundvelli stjórnvaldsfyrirmæla eða dómsúrskurðar.

Vinnsluaðili er Minningar ehf., kt. 580121-1010, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Persónuupplýsingar um notendur

Eftir nýskráningu með rafrænum skilríkjum vistum við kennitölu, nafn og símanúmer notanda. Kennitölur notum við til að tengja notendur við minningarsíður sem þeir stofna og innsent efni þeirra (minningargreinar, kveðjur, myndir o.þ.h.) og til að geta brugðist við mögulegri misnotkun.

Við nýskráningu eru notendur einnig beðnir um um netfang sem notað er til þess að senda tilkynningar um þeirra mál, svo sem innsetningu efnis sem þeim tengist (til dæmis ef ný minningargrein eða kveðja er birt á minningarsíðu sem notandi hefur stofnað). Velja má að slökkva á slíkum tilkynningum í notendastillingum.

Notendum býðst einnig að skrá netfang sitt á póstlista Minninga.is og fá send fréttabréf með upplýsingum um nýjungar á vefnum og ábendingum um áhugavert efni. Hægt er að afskrá sig af þeim póstlista hvenær sem er.

Unnið er með þessar upplýsingar á grundvelli samþykkis notenda á Notendaskilmálum vefsins Minningar.is sem er einnig liður í að efna samning við notendur, þannig að unnt sé að veita þá þjónustu sem vefurinn býður upp á. Virkni Póstlista Minningar.is grundvallast á samþykki notenda fyrir skráningu á hann.

Einnig getur notkun á skráðum persónuupplýsingum reynst Minningum ehf. nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna félagsins, t.d. til að gæta þess að efni sé í samræmi við notkunarskilmála og landslög.

Upplýsingar um notendur Minningar.is eru geymdar a.m.k. meðan þeir eru með virkan aðgang að vefnum og/eða efni frá þeim er aðgengilegt. Sjá nánar um réttindi skráðra notenda.

Ekki er unnið með neinar viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi persónuverndarlaga, þó ekki sé hægt að útiloka að einhverjar viðkvæmar upplýsingar sé að finna í innsendu efni. Höfundar innsends efnis bera ábyrgð á innihaldi þess og Minningar.is taka enga ábyrgð í því sambandi gagnvart öðrum notendum vefsins eða þriðju aðilum.

Notkunarmælingar og vafrakökur

Notkun á Minningar.is er mæld með vafrakökum frá Plausible, Google Analytics og Facebook Pixel. Þannig er mælt hversu oft einstaka síður eru skoðaðar og hversu lengi. Google Analytics og Facebook Pixel safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um notkun vefsins án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.

Minningar.is áskilja sér rétt til að birta notendum auglýsingar í gegnum endurmarkaðssetningarkerfi Google og Facebook. Notendur geta hins vegar afþakkað slíkar birtingar með því að breyta vafrastillingum sínum.

Persónuupplýsingar í innsendu efni

Textar sem notendur hafa skráð (til dæmis á minningarsíðum, í minningargreinum eða kveðjum) geta innihaldið persónuupplýsingar á borð við nöfn og fæðingardaga svo eitthvað sé nefnt. Um allt innsent efni gildir að höfundar bera ábyrgð á innihaldi þess (samanber Notendaskilmála vefsins Minningar.is) og þar á meðal þeim persónuupplýsingum sem þar koma fram. Það er því á ábyrgð höfunda að þær upplýsingar sem þeir skrá séu réttar og viðeigandi.

Með sama hætti bera höfundar ábyrgð á því að myndir sem þeir hlaða upp séu við hæfi og að birting þeirra sé ekki  í óþökk þeirra sem á myndunum eru.

Ef Minningum berst  ábending um óviðeigandi efni og félagið fellst á þá athugasemd verður efnið fjarlægt af vefnum.

Senda má ábendingar og fyrirspurnir tengdar persónuverndarmálum á netfangið personuvernd@minningar.is.