Notendaskilmálar vefsins Minningar.is

Vefurinn Minningar.is er rekinn af Minningar ehf., kt. 580121-1010, Borgartúni 27, 105 Reykjavík.

Aðgangur að vefnum Minningar.is er gjaldfrjáls og öllum opinn.

Skilmálar fyrir innsendingu efnis:

Til að birta minningargrein, kveðju eða annað efni á vefnum þarf notandi að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Minningar.is áskilja sér rétt til að auðkenna allt innsent efni með nafni höfundar og, ef þurfa þykir, upplýsa um og birta nafn höfundar eða stofnanda.

Aðsent efni, hvort sem er texti eða myndefni, þarf að fylgja reglum um innihald aðsends efnis, sjá hér að neðan.

Minningar.is áskilja sér rétt til að fjarlægja aðsent efni (eða gera það óvirkt) af hvaða ástæðu sem er, þ.m.t. ef efnið samræmist ekki efnistökum og yfirbragði vefsins, eða ef efnið brýtur gegn reglum um innihald aðsends efnis. 

Höfundar innsends efnis bera ábyrgð á innihaldi þess og Minningar.is taka enga ábyrgð á sig í því sambandi gagnvart öðrum notendum vefsins eða þriðju aðilum.

Minningar.is áskilja sér rétt til breytinga á uppsetningu og formi innsends efnis í því skyni að það falli að framsetningu efnis á vefnum. Jafnframt er áskilinn réttur til lagfæringa á orðalagi og stafsetningu, sem og vinnslu á innsendum myndum.

Athugasemdir eða fyrirspurnir varðandi efni á vefnum má senda á netfangið minningar@minningar.is

Um fræðsluefni:

Fræðsluefni vefsins, þ. á m. efni um dánarbússkipti og erfðarétt, er eingöngu sett fram í leiðbeiningarskyni og felur ekki í sér lögfræðiráðgjöf eða annars konar ráðgjöf. Minningar ehf. ábyrgjast ekki að efnið sé tæmandi eða eigi alfarið við í einstaka tilvikum. Ef þú ert í vafa ráðleggjum við þér að leita ráðgjafar lögmanns.

Við leggjum áherslu á að efni vefsins sé efnislega rétt og uppfært. Minningar.is geta hins vegar ekki ábyrgst að efni síðunnar sé í öllum tilvikum laust við villur eða rangar/úreltar upplýsingar.

Hlekkir yfir á síður í eigu þriðju aðila eru eingöngu settir inn til hægðarauka fyrir notendur. Minningar.is taka enga ábyrgð á efni vefsíða þriðju aðila sem vísað er á og krækjur fela ekki í sér meðmæli með tiltekinni vöru eða þjónustu.

Um þjónustusíður:

Þjónustusíður Minningar.is innihalda upplýsingar um fyrirtæki sem veita aðstandendum ýmiss konar þjónustu, og í sumum tilvikum tengla á vefsvæði þessara fyrirtækja. Allar slíkar upplýsingar eru eingöngu settar fram í upplýsingaskyni og fela ekki í sér neins konar meðmæli af hálfu Minningar.is með viðkomandi þjónustu. Minningar.is hafa enga stjórn á innihaldi vefsvæða sem tengt er á og ábyrgjast ekki efni þeirra með neinum hætti.

Um póstlista og fréttabréf:

Ef notandi hefur valið að vera á póstlista Minningar.is má hvenær sem er afskrá sig af listanum með því að fara á „Mínar síður“ og smella á „Afskrá mig af póstlista Minningar.is“ undir „Stillingar.“ Eins getur notandi sem hefur valið að fá aðrar tilkynningar frá Minningar.is afþakkað þær tilkynningar með því að breyta stillingum undir „Stillingar“ á „Mínar síður.“

Höfundarréttur og skyld réttindi:

Efni á Minningar.is er háð höfundarrétti. Minningar ehf. eiga höfundarrétt að eigin efni á vefnum og höfundar aðsends efnis eiga höfundarrétt að sínu efni á vefnum. Notendum er eingöngu heimilt að afrita efni vefsins til persónulegra nota. Öll frekari afritun, dreifing og önnur fjölföldun eða eintakagerð er óheimil.

Um notkun persónuupplýsinga:

Fyllstu varkárni er gætt við alla vinnslu persónuupplýsinga, sjá persónuverndarstefnu Minningar.is

Breytingar:

Skilmálum þessum kann að vera breytt án sérstakrar tilkynningar, og er því mælt því með að notendur skoði þessa síðu reglulega. Skilmálum var síðast breytt 27. desember 2021.

Reglur um innihald aðsends efnis:

Allt aðsent efni sem birt er á vefnum Minningar.is er á ábyrgð skráðs notanda. Með því að senda inn efni staðfestir notandi að:

- hann sé höfundur efnisins eða hafi heimild til að birta það á vefnum;

- efnið brjóti ekki með neinum hætti gegn lögum, höfundarrétti eða annars konar réttindum annarra;

- efnið brjóti ekki gegn einkalífsvernd, persónu eða æru annars aðila;

- efnið sé ekki að öðru leyti ósæmilegt eða meiðandi og feli hvorki í sér hatursorðræðu né brjóti gegn almennu velsæmi.

- minningarsíður og andlátstilkynningar innihaldi ekki rangar eða misvísandi upplýsingar.