Réttindi skráðra notenda

Ef Minningar ehf. vinna persónuupplýsingar um skráða notendur, þá er réttur þeirra  eftirfarandi:

  • Aðgengi og leiðrétting: Notandi á rétt á að óska eftir aðgangi að sínum gögnum. Ef Minningar ehf. fallast á skyldu til að afhenda notanda persónuupplýsingar hans þá er það gert notandanum að kostnaðarlausu. Áður en slík afhending fer fram gæti verið óskað eftir auðkenningu af hálfu notandans og nægjanlega ítarlegum upplýsingum um samskipti hans við Minningar.is til að hægt sé að finna umbeðnar persónuupplýsingar. Ef upplýsingar Minninga ehf. um notanda eru ekki réttar á hann rétt á að að óska eftir að leiðréttingar verði gerðar á sínum persónuupplýsingum.
  • Heimild til að andmæla vinnslu: Notandi á rétt á að andmæla því að Minningar ehf. vinni með persónuupplýsingarnar hans ef Minningar hafa ekki heimild til að nota þær lengur.
  • Eyðing gagna: Notandi á rétt á að upplýsingum um hann sé eytt ef verið er að vista umrædd gögn of lengi. Minningar ehf. geyma persónuupplýsingar um notanda, þ.m.t. tengiliðaupplýsingar, svo lengi sem notendaaðgangur hans að síðunni er virkur. Óski notandi eftir að loka notendaaðgangi sínum verður persónuupplýsingum hans eytt. Athugið að ef notendaaðgangi er lokað áskilja Minningar ehf. sér rétt til að fjarlægja af vefnum efni og/eða minningasíður sem viðkomandi notandi hefur búið til.
  • Takmörkun vinnslu: Að auki kannt notandi að eiga rétt á að krefjast takmörkunar á vinnslu persónuupplýsinga sinna í vissum tilvikum.

Notandi getur sent beiðni eða nýtt sér þessi réttindi með því að hafa samband við Minningar ehf. í gegnum netfangið personuvernd@minningar.is. Mun erindi hans verða tekið til skoðunar og leitast verður við að bregðast við því innan við mánuði frá móttöku þess. Ef erindið er flókið eða magn fyrirspurna mikið, mun notandinn vera látin/n vita ef úrlausn mun taka lengri tíma en einn mánuð. Í slíkum tilvikum mun verða leitast við að leysa úr erindinu á innan við þremur mánuðum frá því að erindið barst fyrst.

 

Telji notandi að Minningar ehf. hafi ekki leyst úr erindi sínu um meðferð eigin persónuupplýsinga með fullnægjandi hætti er honum ávallt heimilt að bera málið undir Persónuvernd, www.personuvernd.is.