6. desember 2021

Við andlát

no image

Andlát ættingja eða vinar markar alltaf tímamót í lífi fólks, hvort sem það á sér aðdraganda eða ekki. Í sumum tilfellum liggja hinstu óskir fyrir, en oftar en ekki eru aðstandendur á algjörum byrjunarreit.

Andlát utan stofnana

Ef um er að ræða andlát utan stofnana, án umönnunar heilbrigðisstarfsfólks, er haft samband við Neyðarlínuna sem kveður til lögregluna auk sjúkraflutningamanna og læknis. Verði andlát í heimahúsi getur lögreglan heimilað að búið sé um hinnar látnu manneskju heima.

Kveðjustund

Margir kjósa, ef hægt er, að hafa kveðjustund við dánarbeð sem getur reynst ástvinum dýrmæt stund. Mikilvægt er að staðið sé að kveðjustundinni með hliðsjón af uppruna og trúarskilningi hinnar látnu manneskju.

Næstu skref

Næst tekur við að láta nánustu vini og aðstandendur vita, kanna hvort hinstu óskir liggja fyrir og hafa samband við útfararstjóra eða forstöðumann trú- eða lífsskoðunarfélags til að fá upplýsingar og ráðgjöf. Flutningur látinna af dánarstað í líkhús er oftast falinn útfararþjónustu eða öðrum fagaðilum.

Dánarvottorð

Eftir andlát þarf nánasti aðstandandi eða fulltrúi nánustu aðstandenda að fá dánarvottorð frá heilbrigðisstofnun eða lækni, afhenda það sýslumanni og taka við skriflegri staðfestingu sem er svo afhent þeim sem sér um útförina. Sýslumaður tilkynnir andlátið til þjóðskrár en að öðru leyti er það í höndum aðstandenda hvernig staðið er að því að tilkynna andlát.

Að tilkynna andlát
no image

Nærverustund

Ef ástvinir áttu þess ekki kost að að vera viðstaddir kveðjustund við dánarbeð bjóða útfararþjónustur upp á nærverustund, þar sem aðstandandi getur verið í næði með manneskjunni sem lést. Einnig er nokkuð um að fólk nýti sér þennan möguleika til að undirbúa sig fyrir kistulagninguna.

Mismunandi kringumstæður

Andlát getur borið að við mismunandi kringumstæður hér á landi eða erlendis. Slóðin island.is/andlat-ber-ad hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um gildandi verklag við ólíkar aðstæður.

Þjónusta við aðstandendur

Á þjónustusíðum okkar má finna upplýsingar um fjölda útfararstofa um allt land sem og aðra þjónustuaðila sem koma að andláti og útförum með einum eða öðrum hætti.

Skoða þjónustusíður
Tengdar greinar