no image

Fylgja minningarsíðu

Vilhelmína Sumarliðadóttir

Fylgja minningarsíðu

27. október 1910 - 23. nóvember 2001

Útför

Útför hefur farið fram.

Amma Villa

Mamma tilkynnti okkur að amma Villa væri dáin. Amma var orðin 91 árs gömul. Þegar mamma sagði okkur hvernig hún hefði dáið, þá var eitthvað svo fallegt við það. Það ríkti einskonar friðsemd og hlýja yfir öllu. Nú getur amma Villa farið til afa Einars eftir 23 ára bið. Amma skilur eftir sig tómarúm sem ekki er hægt að fylla.

Bæta við leslista

Langamma Villa

Nú ertu, elsku langamma Villa, búin að yfirgefa þennan heim. Þótt það sé erfitt að sætta sig við það að þú sért farin frá okkur þá vitum við það innst inni að þú ert komin á miklu betri stað og búin að hitta afa Einar aftur eftir langa bið. Þegar maður sest niður og reynir að rita nokkur orð um þig veit maður ekki hvar maður á að byrja, það rifjast svo mikið gamalt og gott upp, og á því augnabliki veit maður að það eru hlutir sem eiga eftir að lifa í minningunni alla tíð.

Bæta við leslista