no image

Fylgja minningarsíðu

Valur Pálsson

Fylgja minningarsíðu

2. september 1932 - 23. nóvember 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Páll Valsson: Föðurminning

Flutt við útför Vals Pálssonar frá Grafarvogskirkju 9. desember árið 2020

Bæta við leslista

Karl Steinar Valsson: Minningarorð

Elsku pabbi það er óraunverulegt og sárt að hugsa til þess að geta ekki lengur átt skemmtileg samtöl við þig um lífið og tilveruna. Þú varst svo skemmtilegur viðmælandi. Þú elskaðir að heyra hvað væri að gerast og kynnast nýjum hlutum sérstaklega ef það tengdist ferðalögum og náttúru. Það er því ekki að undra að svo margar góðar minningar eru því tengdar. Minningar um fjölmargar ferðir okkar fjölskyldunnar um landið og síðar utanlands. Sammerkt þeim öllum hvað þær voru skemmtilegar, þú duglegur að fræða okkur um staðhætti, menningu og fróðlega hluti. Þið mamma svo samrýmd og elskuðuð hvort annað og nutuð þess að vera saman og í hópi góðra vina.

Bæta við leslista

Álfrún Pálsdóttir

„Ertu ekki hress?" Svona byrjuðu öll símtöl og samtöl við afa. Það skipti afa nefnilega mjög miklu máli að allir væru hressir.

Bæta við leslista