no image

Fylgja minningarsíðu

Valgerður Anna Jóhannesdóttir

Fylgja minningarsíðu

16. ágúst 1954 - 9. apríl 2022

Andlátstilkynning

Okkar elskaða, Valgerður Anna Jóhannesdóttir, lést, í faðmi nánustu ættingja, á Líknardeild LSH þann 9.apríl sl.

Útför

20. apríl 2022 - kl. 15:00

Útför mun fara fram frá Grafarvogskirkju þann 20.apríl nk. Kl 15.

Aðstandendur

Þórir Erlendss.,Guðrún Björgvinsd., Guðmundur Þóroddss.,Björgvin Þóroddss.,Guðrún Þóroddsd., Inga Þóroddsd. Erla Þóris, Ásgeir Þóriss.,makar, barnabörn og barnabarnabörn

Þakkir

Sérstakar þakkir sendum við til starfsfólks Líknardeildarinnar í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun og kærleik.

Elsku mamma Vala

Elsku mamma mín er fallin frá. Allt er þetta svo óraunverulegt og gerðist á miklum hraða. Ég stóð alltaf í þeirri trú að þú værir á leiðinni heim aftur, á þitt fallega heimili. Það eru rétt tvær vikur síðan þú hringdir í mig eldhress og sagðir hátt og snjallt: „Hæ Gummi minn, hvað segir þú elskan mín“. Þessi orð og rödd þín hljómar nú stöðugt í huga mér. Eins erfitt og það nú er, vona ég samt að þau haldi áfram að hljóma. Sama dag og þú hringdir svona óvenju hress fékkstu einmitt þær fréttir að nú væri allri meðferð hætt og ekkert væri hægt að gera meira til að stoppa krabbameinið sem þú hafðir glímt við. Aðeins viku seinna vöktum við nánasta fjölskyldan yfir þér á líknardeildinni, þar til yfir lauk. Þú varst svo ótrúlega hugrökk í öllu þessu ferli og kvartaðir lítið þrátt fyrir að vera sárkvalin. Þegar hjúkrunarfræðingurinn vildi bæta við lyfjaskammtinn var viðkvæðið, „nei guð minn góður“. Það var alltaf stutt í bros þitt og æðruleysi enda var eitt af því síðasta sem þú sagðir við mig: „þetta er nú meiri vitleysan“.

no image

Bæta við leslista

Hinsta kveðja frá vinkonum

Með sorg í hjarta kveðjum við Völu vinkonu með tilvitnun í texta Magnúsar Eiríkssonar, Í Blómabrekkunni.

Bæta við leslista

Elsku mamma

Ég á engin orð. Þetta er svo ósanngjarnt og vont.Það er svo sárt að sakna þín, en ég veit að sorgin stafar af ást okkar og hamingjustundum sem við áttum á meðan þú lifðir. Mamma mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér í lífinu. Ég mun varðveita hlýju og góðu minningarnar um þig að eilífu. Við hittumst aftur einn daginn.

no image

Bæta við leslista

Elsku mamma mín <3

Elsku mamma mín, ég er ekki að trúa því að þú sért farin, það er svo sárt. Við höfum alltaf verið hálfgerðar samlokur, ég og þú.

no image

Bæta við leslista

Valgerður Anna

Takk elsku Vala mín fyrir vináttu til 37 ára. Fyrst í Ártúnsholtinu þar sem við kynntumst og börnin okkar bundust vináttuböndum og svo síðar í Garðhúsunum þar sem að við höfum búið hlið við hlið til fjölda ára. Alltaf var svo gott þegar þú droppaðir í kaffi. Trúnaðarspjall okkar geymi ég og ég vona að allt rætist sem þú óskaðir börnunum þínum þó svo að þú hafir yfirgefið sviðið. Þú elskaðir þau meira en allt.

Bæta við leslista