no image

Fylgja minningarsíðu

Urður Pálína Reynisdóttir

Fylgja minningarsíðu

22. febrúar 1999 - 26. desember 2021

Andlátstilkynning

Ástkær systir mín, dóttir okkar og barnabarn, Urður Pálína Reynisdóttir lést þann 26. desember 2021.

Útför

28. janúar 2022 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Starri Reynisson, Reynir Reynisson, Ásta Júlía Theodórsdóttir, Theodór Júlíusson, Guðrún Stefánsdóttir

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu❤

Pieta samtökin
Urður Pálína

Urður Pálína var falleg og ljúf sál. Algjör prakkari í sér og ávalt til í létt flipp. Hún var sterkur og skemmtilegur karakter sem kom manni gott skap.

no image

Bæta við leslista

Urður Pálína

Það sem okkur þótti nú gaman og vænt um að rekast hvor á aðra við gátum varla slitið okkur í sundur en þú þurftir að halda áfram að vinna og við festum þetta augnablik á mynd sem er mér nú dýrmæt. Mínar helstu minningar af þér eru af Ósi, minningar af lítilli tátu sem þorði að fara sínar eigin leiðir skapandi og brosmild með stríðnisblik í augum. Þú varst einstök stúlka með stóran karakter. Það sem mér þótti nú vænt um þig kæra vinkona Urður Pálína.

no image

Bæta við leslista

Hvíl í friði Urður Pálína

Í dag kveðjum við kæra vinkonu úr Ósarafjölskyldunni okkar.

Bæta við leslista

Urður Pálína

Urður Pálína: ævintýralegt nafn og ævintýraleg stúlka. Ég kynntist Urði fyrst þegar Henry sonur minn byrjaði á Barnaheimilinu Ósi, þriggja ára gamall. Ós var þá til húsa í gömlu bárujárnsklæddu timburhúsi á Bergþórugötu. Bárujárnið var málað í glaðlegum gulum lit, það brakaði í gólfum, veggir voru timburklæddir, gluggar skulfu í vetrarveðrum. Inni var frjálslyndur andi, sannkallaður hippakúltúr þar sem börnin kjörnuðu sig á morgnanna með því að sitja í hring í lótusstellingu og kölluðu hvort annað kæri vinur og kæra vinkona.

Bæta við leslista

Minning

Elsku frænka. Ég man það svo vel þegar þú fæddist og við fórum sérstaklega til Reykjavíkur til að skoða þig nýfædda. Þá áttuð þið heima í skrítnu íbúðinni á Nýlendugötu þar sem voru engir gangar á milli herbergja.

Bæta við leslista

Kveðja frá frænku

Að kvöldi 21. febrúar árið 1999 mætti ég til að gista á Nýlendugötuna sem þá var heimili Ástu, Reynis og Starra. Það var nýtt barn á leiðinni.

no image

Bæta við leslista

Stelpan með snákatattúið og grallaraglottið

Elsku vinkona,

Bæta við leslista

Urður, uppáhalds manneskjan mín

Við Urður vorum saman í grunnskóla en þekktumst samt aldrei fyrr en 2015 í menntaskóla, urðum góðar vinkonur svo bestu vinkonur. Sex og hálfr ár var ekki nó af þér, ég mun alltaf sakna þín litla mús.

no image

Bæta við leslista

Djúpvitur og eldklár

Hann var niðurlútur, fjöldinn sem kom saman 28. janúar síðastliðinn til að kveðja Urði Pálínu. Grímur yfir vitum gesta voru á einhvern hátt táknrænar við þessar aðstæður, því hvað er hægt að segja þegar ung stúlka kveður lífið svo skjótt og svo allt of fljótt.

Bæta við leslista

Afmæliskveðja frá ömmu og afa

Í dag 22. febrúar hefðir þú, elsku Urður Pálína okkar Reynisdóttir, orðið 23. ára.

no image

Bæta við leslista

Urður í 8. bekk

28. júní 2022

Bæta við leslista