no image

Fylgja minningarsíðu

Unnur Inga Pálsdóttir

Fylgja minningarsíðu

22. september 1932 - 9. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Unnur Inga Pálsdóttir frá Grjóteyri í Kjós, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 9. febrúar.

Útför

21. febrúar 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Fjalar Sigurðarson - Hildur Guðný Ásgeirsdóttir og barnabörn.

Elsku Unnur mamma mín.

Þegar ég hugsa til baka þá eru mínar fyrstu minningar af þér þegar þú kemur til að vera hjá mér þegar pabbi þurfti að fara í hjartaaðgerð inn á Landspítala. Ég er þá níu ára minnir mig. Það varð fljótlega til ákveðin rútína hjá okkur þar sem þú eldaðir fyrir mig hafragraut í fyrra fallinu á hverjum morgni og síðan þurftirðu að keyra í gegnum morgunumferðina alla leið inn í Straumsvík og vera mætt þar fyrir klukkan átta á morgnana. Þegar degi lauk og þú komst til baka þá spiluðum við oft rommí - ef ég var þá ekki bara úti með vinum. Á kvöldin fékkstu þér alltaf einn kaffibolla í viðbót fyrir svefninn og síðan þurfti ég auðvitað að stríða þér aðeins með því að setja sokka undir lakið á rúminu hjá þér. Þér fannst það alltaf fyndið nema einu sinni. Grínið varð að lokum þreytt. 

Bæta við leslista