no image

Fylgja minningarsíðu

Tryggvi Kristjánsson

Fylgja minningarsíðu

7. október 1959 - 6. ágúst 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá bróður

Í sögu Keflavíkur er byrjun sjöunda áratugarins talinneinn mesti uppgangstími í sögu bæjarins. Íbúafjöldi hafði tvöfaldast á einum áratug, auk þess sem kominn var nýr nágranni sem sest hafði að á Miðnesheiði og átti eftir að gjörbreyta bæði mannlífi bæjarins og menningu með nærveru sinni og þeim miklu áhrifum sem bandaríski herinn hafði. Bæði Kanaútvarpið og sjónvarpið fluttutónlist sem átti eftir að móta tónlistarlífið í Keflavík með áhrifum um landið allt. Í hönd fór bæði Bítla- og hippatímabilið. Þeim fylgdi ástin friðurinn og kærleikurinn, sem allt átti sinn þátt í að móta menningu og skemmtanalíf sem fólk hafi ekki áður kynnst.     Ísland var á miklu umbreytingaskeiði. Nýbyggð hús risu um allt og allir lögðust á eitt við að gera sitt bestahver á sínu sviði við að byggja hér upp nýtt þjóðlíf eftir þá miklu stöðnun sem ríkt hafði hér.      Upp úr þessu jarðvegi óx sá sem hér skal kvaddur, bróðir minn Tryggvi Kristjánsson sem fæddur var árið 1959 í Keflavík, sonur hjónanna Þórheiðar Margrétar Kristjánsdóttur (Heiðu) og Kristjáns Guðleifssonar. Tryggvi var næstyngstur okkar fjögurra bræðra. Þess sem þetta ritar og fæddur er 1954, Guðleifs sem fæddur er 1955, en yngstur okkar er Kristján, fæddur 1962. Uppvaxtarár Tryggva og mín sem stóra bróður voru um margt ólík því sem oftast er, því ég var alinn upp hjá ömmu minni og afa, en móðir mín bjó þó ekki fjarri með sinni fjölskyldu. Bræðralagið var þó jafnan sterkt og kærleikur var á milli okkar bræðra alla tíð.     Bernskuárin liðu við kassabíla, kofabyggingar og útileiki eins og gjarnt var um hjá börnum á þessum árum. Fjölskyldan hafði byggt hús á Greniteig þar sem þau bjuggu þar til leiðir mömmu og Kristjáns skildu. Síðar átti Tryggvi eftir að flytja með móður okkar til Ameríku ásamt bræðrum okkar Guðleifi og Kristjáni, þar sem þau bjuggu í Flórida í nokkur ár. Loftslagið átti vel við Tryggva. Þarna fann hann sig vel í nýju umhverfi þar sem ríktu nýjir siðir, ný menning og nýjar áskoranir. Þarna hefur líklega kviknað í honum þörf til að kynnast enn nýjum löndum siðum og venjum.      Eftir góð í Flórida ár fluttist mamma heim að nýju með drengina, en ekki leið á löngu þar til Ameríka kallaði að nýju. Tryggvi fór því enn utan með mömmu, en átti eftir að snúa heim til Keflavíkur að nýju, en án hennar. Heim kom nú ungur maður sem kynnst hafði nýjum lífsháttumog reiðubúinn að takast á við lífið á eigin fótum.      Hér heima átti Tryggvi eftir að búa næstu árin, en hugurinn leitaði jafnan út. Hann vann margvísleg störf hér heima, hann þótti bæði handlaginn og vandvirkur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Eftir hann liggja til dæmis ófá handtök þar sem hann vann að endurbyggingu gamla hússins á Hlíðarenda í Ölfusi ásamt því að leggja mér lið í mörgu sem sneri að Icelandic Glacial átöppunarverksmiðjunni.     Líf Tryggva tók nýja stefnu þegar hann kynntist Maghdalenu Corbachio, sem hann giftist árið 1988. Það ár fæddist sonur þeirra Daníel. Eftir nokkur ár á Íslandi fluttu þau til Malaga á Spáni þar sem þeim fæddist annar sonur sem skírður var Guðleifur Jón. Leiðir Tryggva og Magdalenu skildu árið 1997, en góðum vinskap héldu þau alla tíð.      Tryggvi dvaldi á Spáni til ársins 2013, þegar hann flutti til Brasilíu. Það er augljóst að Tryggvi elskaði hlýtt loftslag, því eftir nokkur ár í Brasilíu þá flutti Tryggvi enn að nýju, nú til Bólivíu þar sem hann bjó til hinsta dags, en þar lést hann 6. ágúst á síðasta ári.

Bæta við leslista