no image

Fylgja minningarsíðu

Tómas Árni Jónasson

Fylgja minningarsíðu

5. október 1923 - 5. nóvember 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Ragnheiði

Mig langar til að minnast tengdaföður míns með fáeinum orðum. Tómas var mér afar kær, hann var einstaklega ljúfur maður, rólyndur og með góða nærveru. Ég kynntist Tómasi þegar ég var læknanemi á þriðja ári á Landakoti, sem var fyrsta reynsla mín af læknisstörfum og sú minnisstæðasta. Tómas og kollegar hans tóku afskaplega vel á móti okkur læknanemunum, þannig að okkur fannst við strax hluti af læknahóp spítalans. Það var mjög lærdómsríkt og eftirminnilegt að fara á stofugang með Tómasi og fylgjast með honum tala við sjúklinga sína, sem hann gerði af mikilli virðingu, nærgætni og með einstaklega ljúfu fasi sem allir kunnu greinilega að meta. Sumarið eftir þriðja árið starfaði ég á læknastofu Landakotslækna sem læknaritari og þar var sama góða andrúmsloftið. Ég hugsa oft til þessarar fyrstu reynslu minnar sem læknis og hef alla tíð reynt að fylgja sjúklinganálgun Tómasar.

Bæta við leslista