no image

Fylgja minningarsíðu

Þorsteinn Páll Björnsson

Fylgja minningarsíðu

4. ágúst 1948 - 4. júlí 2022

Andlátstilkynning

Ástkær bróðir okkar,mágur og frændi, Þorsteinn Páll Björnsson, múrari, Raftahlíð 79, Sauðárkróki Andaðist á heimili sínu 4.júlí s.l.

Útför

18. júlí 2022 - kl. 14:00

Útför fer fram frá Sauðárkrókskirkju mánudaginn 18.júlí 2022

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Aðstandendur

Sólborg Björnsdóttir Guðný Eyjólfsdóttir Mínerva Björnsdóttir - Geirmundur Valtýsson Björn Björnsson - Sólveig Sigurðardóttir og fjölskyldur

Elsku Steini bróðir,

Jæja, þá er þessari jarðvist þinni lokið. Ekki datt mér í hug að kallið kæmi svona fljótt.

Bæta við leslista

Síðasta kveðjan,

Við vorum rækilega minnt á það að við eigum bara daginn í dag þegar Steini frændi varð bráðkvaddur á heimili sínu 4.júlí s.l. Ég hitti hann síðast nokkrum dögum áður þegar ég var að fara í vinnuna og hann sat úti í góða veðrinu og Róma með honum eins og þau gerðu oft á góðviðrismorgnum. Við tókum stutt spjall eins og við vorum vanir og ég ætlaði að kíkja til hans næstu daga og skoða tölvuna eins og ég var vanur að gera öðru hverju. En því miður varð ekkert af því. Ég minnist hins vegar margra okkar stunda saman í gegnum tíðina. Strax þegar ég var lítill þá fékk ég oft að fara með Steina til ömmu og afa í Reykjahlíð á sunnudögum. Það voru skemmtilegar stundir og þar leið Steina alltaf best. Það var líka alltaf gaman að leika við kisurnar sem amma var alltaf með. Svo liðu nú árin og alltaf vorum við í góðu sambandi. Við fluttum síðan í efstu götuna í Raftahlíðinni þar sem þú varst búinn að búa í þónokkur ár. Ég minnist ferðar okkar til Svíþjóðar á sínum tíma þegar við fórum nokkur saman úr fjölskyldunni þar sem þú naust þess vel að vera í þessum góða hópi þó tilefnið hefði vissulega mátt vera annað. Steini var alltaf boðinn og búinn að hjálpa okkur ef hann gat, hvort sem það voru múrviðgerðir á húsinu okkar, flísalagnir á baði og víða. Það var aldrei kastað til höndunum við þessa vinnu og Steini var mjög vandvirkur í allri sinni vinnu. Steini fylgdist vel með krökkunum okkar og hvað þau voru að stússa hverju sinni og spurði mikið eftir þeim. Stoppaði oft fyrir framan hús til að tala við þau. Steini hafði gaman að dýrum og hann átti lengi ketti en síðustu ár var hann alltaf með hunda sem héldu honum félagsskap og hann fór í gönguferðir á hverjum degi. Róma var síðasti hundurinn hans og hún fagnaði manni alltaf innilega þegar komið var í heimsókn eða við hittumst annars staðar.

Bæta við leslista

Elsku Steini frændi,

Elsku Steini frændi, eins og þú varst kallaður í fjölskyldunni. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur í sumarlandið svona skyndilega, 4. Júlí.

Bæta við leslista