no image

Fylgja minningarsíðu

Sveinn Steinsson

Fylgja minningarsíðu

8. september 1929 - 21. maí 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Takk afi

Sumarið er að koma og náttúran að taka við sér, túnin byrjuð að grænka og kýrnar að kynnast útiverunni á ný eftir dimman vetur. Þessi vetur hefur verið mörgum langur og myrkur, þar á meðal hjá afa mínum. Faraldurinn tók frá honum það sem var honum kærast – samveruna með fjölskyldunni og tenginguna við náttúruna, landið og lífið. Nú hefur hann loks fengið frelsið á ný og er umvafinn ástvinum sínum sem komnir voru í sumarlandið á undan honum.

no image

Bæta við leslista