no image

Fylgja minningarsíðu

Sveinn Jónsson

Fylgja minningarsíðu

4. mars 1892 - 31. mars 1992

Útför

Útför hefur farið fram.

Sveinn Jónson bifreiðarstjóri 1892–1992

Lífsbók Sveins Jónssonar hefur verið lokað. Sú bók geymir langa sögu sem nær níutíu ár aftur í tímann. Þessi saga segir frá öllum þeim stökkbreytingum sem orðið hafa á íslensku þjóðlífi allt frá allsleysi til allsnægta, frá dönsku valdi til lýðveldis, frá menntun, tækni og þægindum sem þykja sjálfsagðir hlutir í dag en þekktust ekki áður fyrr. Ef borin eru saman lífskjör fólksins nú eða fyrir hálfri öld þola þau engan samjöfnuð, hvað þá ef lengra er litið til baka. Sveinn var einn af hetjum hversdagslífsins, sem með dugnaði, seiglu og sjálfafneitun lögðu grunninn að þeim lífskjörum sem við búum við í dag. Svitadropar öldungsins eru lífsdögg þeirra blóma sem gróa við okkar eigin götu. Nú er hann allur, jarðneskar leifar heyra moldunni til en eilífðin geymir anda og sál.

no image

Bæta við leslista