no image

Fylgja minningarsíðu

Sveinbjörn Sigurðsson

Fylgja minningarsíðu

13. febrúar 1935 - 12. mars 2024

Andlátstilkynning

Ástkær eigimaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sveinbjörn Sigurðsson, tæknifræðingur, Skipalóni 6, Hafnarfriði, frá Vatnsenda í Ólafsfirði, lést á Vífilsstöðum 12. mars

Útför

20. mars 2024 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Véný Lúðvíksdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Ólöf S. Sigurðardóttir, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Geirlaug Jóhannsdóttir, afa- og langafabörn.

Minningargrein um afa – Tjörvi

Afi Sveinbjörn ólst upp á sveitabænum Vatnsenda í Ólafsfirði, án rafmagns og vinnuvéla, í þá daga þegar notast var við hesta í staðinn fyrir bíla eða traktora til að ferðast á milli bæja og sjá um bústörfin. Afi sagði okkur frá hestunum á bænum, Grána, Sörla og Fálka, sem hann mundi vel eftir. Hann sagði okkur einnig frá hundinum Sámi sem var honum kær. Eitt sinn, þegar það var hrossakjöt í matinn, þá komumst við að því að afi borðaði ekki hrossakjöt. Við spurðum hann af hverju. „Við borðum ekki vini okkar,“ svaraði afi. Hann var mikill dýravinur.

no image

Bæta við leslista

Minningargrein – Helga Sæunn

Nú hef­ur pabbi kvatt þetta líf. Hann hafði verið veik­ur síðustu mánuði, smám sam­an hafði dregið af hon­um og hann var sjálf­ur sátt­ur við að kveðja. Þegar ég var að al­ast upp bjugg­um við í Hafnar­f­irði en pabbi var al­inn upp í sveit, á Vatns­enda í Ólafs­firði, og þótt hon­um mjög vænt um æsku­slóðirn­ar. Hann var lag­hent­ur, gekk í öll verk og vann þau hljóðlega af dugnaði og ná­kvæmni. Hann og mamma áttu íbúð á Ólafs­firði og þegar þau voru þar á sumr­in var hann bú­inn að fara í fjall­göngu, út í búð að kaupa brauð, elda hafra­graut og laga kaffi handa henni þegar hún vaknaði. Ég var hepp­in að eiga hann fyr­ir föður. Hann hafði áhuga á því sem ég var að gera, hvatti mig áfram, studdi mig og t.d. fylgd­ist hann vel með mín­um fjalla­ferðum allt fram á síðasta dag og vildi alltaf fá ferðasög­una og að sjá mynd­ir þegar ég kom heim. Hann fylgd­ist vel með ferð minni til Arg­entínu í janú­ar á þessu ári og þegar ég kom heim og hann kom­inn á spít­ala var eitt það fyrsta sem hann vildi ræða ferðin mín og að fá að sjá mynd­ir. Pabba þótti vænt um fólkið sem var ná­lægt hon­um, t.d. vann hann hjá Ísal mest­an hluta starfsævi sinn­ar og þótti hon­um afar vænt um vinnustaðinn og vinnu­fé­laga sína. Hann var ná­kvæm­ur og hélt skrá yfir ferðir sem hann hafði farið og hélt upp á grein­ar sem hann eða aðrir höfðu skrifað um ferðir. Hann unni ís­lenskri nátt­úru og ferðaðist mikið um landið og var vel að sér um staðhætti á Íslandi. Pabbi og mamma voru í ferðahóp­um sem fóru í ferðir um landið þar sem var gengið um nátt­úr­una. Hann hafði komið á flestalla staði á land­inu og þegar ég fór á Græna­hrygg fyr­ir fá­ein­um árum og var að lýsa fyr­ir hon­um göng­unni á Upp­göngu­hrygg þá hafði hann auðvitað komið þangað og það fyr­ir mörg­um árum og hafði hann skrifað grein um þá ferð og tekið mynd­ir sem hann sýndi mér. Pabbi var tækni­fræðing­ur og húsa­smiður og hafði lært tækni­fræði í Þránd­heimi í Nor­egi á ár­un­um 1959-1961 og átti góðar minn­ing­ar þaðan. Í apríl 2014 bauð hann mér með sér til Þránd­heims og sagði að þetta væri síðasta ferðin sín þangað. Áttum við mjög góða daga í Nor­egi og hafði hann pantað fyr­ir okk­ur á gamla Misijons-hót­el­inu sem Þjóðverj­ar notuðu í seinni heims­styrj­öld­inni. Það var gam­an að hlusta á hann segja frá áhrif­um stríðsins í Þránd­heimi og hvernig Þjóðverj­ar höfðu tekið þetta hót­el yfir og notað það í vond­um til­gangi. Pabbi var áhuga­ljós­mynd­ari og hafði tekið marg­ar mynd­ir fyrr á árum og mætti nú í gamla tækni­skól­ann sinn í Þránd­heimi með mynd sem hann gaf skól­an­um. Að sjálf­sögðu skrifaði pabbi ferðasög­una frá ferðinni okk­ar til Þránd­heims og nú get ég lesið hana og yljað mér við góðar minn­ing­ar ásamt mörgu öðru sem hann hafði skrifað. Hann skrifaði t.d. minn­ing­ar sín­ar frá Vatns­enda þegar hann var að al­ast upp og um gamla bú­skap­ar­hætti sem fjöl­skyld­an hafði flutt með sér frá Héðins­firði til Ólafs­fjarðar. Ég vil þakka pabba fyr­ir að hafa reynst mér alltaf vel. Hann var ein­stak­ur og minn­ing hans mun lifa með mér um ókomna tíð. –Helga Sæ­unn Svein­björns­dótt­ir.

no image

Bæta við leslista

Ljóð fyrir afa – Elísabet

Ég samdi þetta ljóð fyrir afa og las það fyrir hann á Vífilstöðum áður en hann lést:

no image

Bæta við leslista