no image

Fylgja minningarsíðu

Sveinbjörn Hallsson.

Fylgja minningarsíðu

11. apríl 1940 - 14. apríl 2024

Andlátstilkynning

Bróðir okkar og frændi Sveinbjörn Hallsson, Hallkelsstaðahlíð lést sunnudaginn 14 apríl. Jarðarförin fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 27 apríl kl 14.00

Útför

27. apríl 2024 - kl. 14:00

Útförin fer fram frá Kolbeinsstaðakirkju laugardaginn 27. apríl kl: 14.00

Aðstandendur

Margrét Erla Hallsdóttir Elísabet Hildur Hallsdóttir Halldís Hallsdóttir Sigrún Ólafsdóttir

Þakkir

Starfsfólki á Brákarhlíð í Borgarnesi eru færðar innilegar þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð Brákarhlíðar.

Minningarsjóður Brákarhlíðar.
Kveðja til litla bróður

Nú er hann litli bróðir minn hann Svenni dáinn. Ég passaði hann mikið þegar hann var lítill strákur en hann var 5 árum yngri en ég. Hann var oft mikið veikur þegar hann var lítill en núna er hann búin að lifa alla sína bræður. Hann var alltaf ljúfur og góður drengur. Svenni bjó alla tíð í sveitinni okkar Hallkelsstaðarhlíð og fylgdist mikið með kindum. Glöggur fjármaður og þekkti hverja kind með nafni. Honum var umhugað að þær kæmust allar í hús fyrir veturinn. Margir muna eftir honum á honum Létti. Glæsilegur reiðmaður á rauðskjótta hestinum. Stúlkurnar horfðu á eftir honum dreymnum augum en hann tók ekki eftir þeim. Var ókvæntur alla tíð.

no image

Bæta við leslista

Elsku Svenni.

Ég er svo lánsöm að fá að alast upp í fallegri sveit innan um móðursystkini mín og bý ég að því alla tíð. Með hlýju og þolinmæði fékk ég það veganesti út í lífið að allt tekur sinn tíma og mikilvægt er að gera hlutina vel.

no image

Bæta við leslista

Hann Svenni frændi minn.

Svenni eins og hann var oftast kallaður hefur alla tíð skipað stóran sess í mínu lífi, glettinn, stríðinn og traustur. Hann kom svo sannarlega til dyranna eins og hann var klæddur hreinskilin og hress. Börn hændust að honum og kunnu vel að meta það hversu góður hann var í að æsa þau upp og skapa stemmingu sem var engu lík. Fyrsta skipti sem að við sendum Mumma son okkar í pössun í sveitina var þegar við fórum á Landsmót hestamanna. Mummi var þá fjögura ára og meira en til í að vera eftir í sveitinni. Þegar við komum heim og hann fór að lýsa fyrir okkur hvað á daga hans hefði drifið kom í ljós að flestir dagar höfðu farið í að undirbúa vélarnar fyrir heyskapinn. Hann hafði sem sagt verið í vélaviðgerðum með Svenna í marga daga og verið alsæll með það. Svenni hafði lag á því að láta öllum líða sem þeir væru mjög mikilvægir og jafnvel aðal. Ég er ævinlega þakklát fyrir það hversu góð og gefandi samskipti þeirra félagana voru alla tíð. Það var sama hvort það snéri að viðgerðum, tófuveiðum eða starfi ungmennafélagsins. 

no image

Bæta við leslista