no image

Fylgja minningarsíðu

Svava Berg Þorsteinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

22. febrúar 1928 - 11. nóvember 2022

Andlátstilkynning

Elsku Mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma lést á hjúkrunarheimilinu Eir 11.nóvember í faðmi fjölskyldunnar.

Útför

29. nóvember 2022 - kl. 13:00

Útför fer fram í Guðríðarkirkju í Reykjavík þann 29. nóvember klukkan 13

Aðstandendur

Jónas Ágúst Ágústsson, Sólveig Björk Ágústsdóttir, Þorsteinn Valur Ágústsson, Halldóra Guðríður Árnadóttir, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Íris Dröfn Heiðudóttir, ömmubörn og langömmubörn

Elsku amma

Elsku amma, mikið sakna ég þín. Þó þú hafir verið næstum 100 ára, eins og þú sagðir sjálf (þó allnokkur ár hafi í raun vantað uppá þá tölu), og líkaminn líklega feginn að fá hvíldina, þá var hugur þinn enn kvikur og frjór og ekki tilbúinn til þess að kveðja. Þegar ég talaði við þig fyrir nokkrum vikum, í einum af vídeó símtölunum okkar, og sagði þér að við fjölskyldan værum á leiðinni heim um jólin færðist bros yfir fallega andlitið þitt, andlitið þitt sem ég þekki svo vel, alla leið upp að hlýju augunum þínum. Þú sagðist ekki geta beðið eftir því að hitta okkur og eyða jólunum með okkur. Ég var svo glöð að heyra það því ég vissi að þú hafðir ekki verið hin hressasta undanfarið. Af hreinni eigingirni hugsa ég til þess núna og vildi óska þess að við fengjum bara ein jól í viðbót, ein ömmujól enn til þess að búa til minningar til þess að hlýja okkur við. Það er samt ekki það að við eigum ekki gnótt af yndislegum ömmu minningum.

Bæta við leslista