no image

Fylgja minningarsíðu

Steinunn Guðný Sveinsdóttir

Fylgja minningarsíðu

17. maí 1931 - 1. júlí 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma Steinunn Guðný Sveinsdóttir frá Kastalabrekku lést á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, 1. júlí 2022

Útför

18. júlí 2022 - kl. 11:00

Útförin fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum, mánudaginn 18. Júlí kl 11.00.

Aðstandendur

Gróa Ingólfsdóttir, Þórunn, Sigurveig Þóra, Hildur, Guðlaug, Hjördís og Jóna Sigurðardætur, Hulda Hansen og fjölskyldur

Elsku amma okkar

Þú varst mikil fyrirmynd. Alltaf svo jákvæð og hress. Þú kenndir okkur að taka hlutunum ekki of alvarlega, hafa gaman af lífinu, gefast aldrei upp, leysa verkefni af okkar bestu getu og svo margt fleira sem við munum nýta okkur alla tíð. 

Bæta við leslista

Yndislega Steinunn amma
Mikið sem ég hef verið lánsöm að eiga ömmu að, alveg fram á fullorðinsár, styðjandi, elskandi og hvetjandi. Alltaf tók hún á móti mér og mínum með opnum örmum þegar við komum til hennar hvort heldur var á Kastalabrekku, Króktúni eða Kirkjuhvoli.

Bæta við leslista

Amma

Ég fékk þann heiður að alast upp með annan fótinn hjá ömmu og afa á bernskuárum mínum. Í sveitinni voru allir jafnir, allir unnu hörðum höndum hvort sem það var að smíða, gera við, sinna almennum bústörfum eða húsverkum. Verkum var skipt á okkur krakkana óháð aldri eða kyni og okkur kennt til verka frá unga aldri. Amma og afi áttu það sameiginlegt að vera hörku verkamenn, dugleg til vinnu, ósérhlífin, þrautseig, framtaksöm bæði í sveitinni og í félagslífi. Þau víluðu ekkert fyrir sér og leystu öll mál í sameiningu.

Bæta við leslista

Kveðja frá Sigurveigu Þóru

Elskuleg mamma mín, Steinunn Guðný Sveinsdóttir kvaddi þetta jarðlíf 1. júlí, 91 árs að aldri. Hún var yndisleg móðir og einstök fyrirmynd. Dugleg, jákvæð, bjartsýn, glettinn og hjartahlýr gleðigjafi. Ég man þegar hún var umkringd yngri systkinum mínum við heimilis- og bústörfin. Þá var lítið sofið og kvöld og nætur gjanan notuð til prjóna eða sauma á stóra hópinn hennar. Hún var með haga hönd og það liggja eftir hana óteljandi hanverk; prjónles, útsaumur, saumaðar flýkur, hekl og orchid, málverk, postulínmálun, útskurður og þæfð ull. Hún sat aldei auðum höndum fram á síðasta dag.Mamma og pabbi byggðu stórbýli upp af eyðijörð sem þau nefndu Kastalabrekku. Þar óx bústofninn og börnin urðu átta. 2001 fluttu þau svo frá Kastalabrekku í Hvolsvöll. Garðurinn hennar að Króktúni 14 var eins og skrúðgarður, blóm ræktuð af fræum og fallegir runnar og tré. Stoltust var þó mamma af öllum afkomendunum sínum sem nú telja 81 og með mökum alls 111 manns. Fjölskyldumótin eru því fjölmenn og fjörug og sótti mamma þau flest og söng manna mest, síðast 2021. Félagsstörf, spil, söngur og dans var hennar yndi og stofnaði hún m.a. Hring, kór eldriborgara í Rangárvallasýslu sem veitti henni mikla ánægju.Það eru konur eins og mamma sem veita konum hvatningu og hafa eflt hlut þeirra í samfélaginu. Hún sýndi okkur að ekkert er óyfirstíganlegt, við eigum að fylgja hjartanu og stefna ótrauð að settu marki.

Bæta við leslista

Kveðja frá Lárusi

Steinunn tengdamóðir mín er fallin frá, kona sem hefði verið lýst í Íslendingasögum sem kvenskörungi miklum og prýdd mörgum dýrmætum kostum.

Bæta við leslista

kveðja frá Hildi og krökkunum

Elsku yndislega mamma, amma og langamma. Hugurinn leitar stöðugt til þín og söknuðurinn er mikill og tilfinningin um tómarúm svo sterk. Sagt er að sorg og söknuður endurspegli ást og kærleik sem er að mínu mati svo rétt. Ótal dýrmætra minninga koma upp í hugann sem ylja og kalla fram innilegt þakklæti fyrir allt það yndislega sem þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina: á uppeldisárum, með ómetanlegum stuðningi í gegnum lífsbreytingar bæði á gleði- og sorgarstundum. Allir tengdust þér sterkum tilfinningaböndum og þú varst svo innilega styðjandi og áhugasöm um líf og störf okkar allra. Þú elskaðir að fylgjast með litlu langömmubörnunum vaxa og dafna og það var fátt skemmtilegra en að tilkynna þér um væntanlega fjölgun og þú samgladdist af öllu hjarta..

no image

Bæta við leslista