no image

Fylgja minningarsíðu

Steinunn Eiríksdóttir

Fylgja minningarsíðu

26. október 1934 - 8. júlí 2025

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Eiríksdóttir, Langholti, Bæjarsveit, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi þann 8. júlí.

Útför

16. ágúst 2025 - kl. 14:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Jón Blöndal, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Minningargrein, Katrín Blöndal

Í broti úr ljóði eftir Hannes Pétursson sem er að finna í úrklippusafni mömmu standa þessi orð:

Bæta við leslista

Minningargrein, Þorsteinn Þorkelsson

Ég hitti Steinunni tengdamóður mína fyrst á vordögum árið 1998 og þá fór ekki fram hjá neinum hver stýrði skipulagi heimilisins í Langholti. Steinunn var með allt sitt umhverfi og verkefni undir styrkri stjórn og hélt sínu fólki gjarnan við efnið um að láta allt ganga samkvæmt skipulagi. Hún varð mjög ánægð þegar við Elín skírðum elsta barnið okkar Eirík, því þá bar hann sama nafn og faðir hennar, Eiríkur Þorsteinsson á Glitstöðum. En það var alltaf ljóst að Steinunn hugsaði mikið til æskuheimilis síns og hafði sterk tengsl við foreldra sína og systurnar fjórar. Steinunn var mjög sjálfstæð og hafði alltaf mikla reisn í framkomu, þótti afskaplega í vænt um fólkið sitt, vildi vita hvar allir voru og hvernig þeir hefðu það. Þegar við fjölskyldan komum í Langholt var yfirleitt byrjað á því að setjast niður, drekka kaffi, snæða eitthvert góðgæti og ræða helstu fréttir og skoðanir í samfélaginu. Spilaáhugi Steinunnar var mikill og hún spilaði mikið, hvort sem það var við börnin, barnabörnin, systur sínar eða aðra. Hún spilaði alltaf af miklum áhuga og var ávallt tilbúin að læra ný spil, hvort sem það var með spilastokk eða borðspil. Steinunn var líka mikill ljóðaunnandi og alltaf hægt að leita til hennar um ráðgjöf með viðeigandi ljóð fyrir eitthvert tilefni. Hún var mjög listræn og eftir hana liggur margs konar fallegt handverk, auk ljóða og sagna frá æskuslóðunum. Margs er að minnast, en nú er hún Steinunn farin frá okkur og missir ættingja er mikill. Megi góður guð gefa ættingjum hennar styrk og blessa minningu hennar alla tíð.

Bæta við leslista

Minningargrein, Drífa Katrín Guðmundsdóttir Blöndal

Ég kallaði hana alltaf ömmu í sveitinni. Amma tók ævinlega vel á móti gestunum í Langholt og það var allt svo fínt og blómlegt hjá henni. Við mamma, pabbi og Bjarney systir fórum í sveitina flestar helgar þegar ég var barn og þar var amma oft með tilbúinn grjónagrautinn besta, kökur með kaffinu og spil á borðinu.

Bæta við leslista

Minningargrein, Eiríkur Þorsteinsson Blöndal og Steinunn Katrín Blöndal

Elsku amma, það var alltaf svo notalegt að koma í sveitina til ykkar afa – spila saman, spjalla og njóta góða matarins sem enginn gat toppað. Þar tókst þú á móti okkur af ró og hlýju og það var eitthvað svo ótrúlega gott við það koma og að vera hjá ykkur.

Bæta við leslista