no image

Fylgja minningarsíðu

Steinþór Sigurðsson

Fylgja minningarsíðu

14. febrúar 1933 - 2. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steinþór Sigurðsson, listmálari og leikmyndahönnuður, er látinn.

Útför

Útför verður tilkynnt síðar.

Aðstandendur

Erna Guðmarsdóttir, Sigurður Orri Steinþórsson, Anna Þóra Steinþórsdóttir, Stígur Steinþórsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Syeinþór Sigurðsson minningagrein

                        Steinþór Sigurðsson minning. Velgengni Leikfélags Reykjavíkur á sjöunda og áttunda áratugnum átti  ekki hvað síst að þakka galdramanninum í leikmyndagerð honum Steinþóri Sigurðssyni. Steinþór var listmálari og einn af okkar bestu mönnum í óhlutbundna málverkinu þegar, að ég held, Helga Skúlasyni tóks að lokka hann til að koma að því að vinna leikmynd fyrir sýningu hjá L.R. í Iðnó. Það kom þá í ljós  að Steinþór hafði galdramanns hæfileika á þessu nýja sviði; leikmyndagerð. Handbragð Steinþórs kom sýningum Leikfélagsins upp á nýtt og metnaðarfyllra svið en áður hafði þekkst. Það var talað um sjónræna byltingu með komu Steinþórs að leiksýningum L.R.            Þegar ég byrjaði í Leiklistarskóla L.R. var skólinn rekinn sem eftirmiðdags og kvöldskóli. Ég byrjaði því með skólanum í læri hjá Steinþóri í leikmyndagerð. Í tvö ár vann ég sem aðstoðarmaður Steinþórs ásamt leikaranáminu. Geðprúðari og jafnlyndari mann hef ég ekki enn rekist á. Það var hrein unun að vinna fyrir og með þessum meistara. Ekki var síðra að vinna með honum sem leikstjóri.  Það gat gjarnan verið svo að allt lék á reiðiskjálfi í leikhúsinu af taugatitringi tilfinningaríkra leikara og leikstjóra. En aldrei haggaðist Steinþór. Brosti bara ljúft og leysti hvern vanda án nokkurs hávaða.             Þáttur Steinþórs í þvíað hanna og koma upp öllu tækniverki Borgarleikhússins var ekki síður merkilegur þáttur í æfistarfi þessa meistara. Leikhúsheimurinn fær seint fullþakkað fyrir þátt Steinþórs í framþróun leiklistarinnar á Íslandi.             Ég votta Ernu og fjölskyldunni samúð mína. Hvíl í friði gamli meistari.            Kjartan Ragnarsson.  

Bæta við leslista