no image

Fylgja minningarsíðu

Stefanía Óskarsdóttir Snædal

Fylgja minningarsíðu

6. september 1949 - 18. febrúar 2023

Andlátstilkynning

Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma lést laugardaginn 18. febrúar.

Útför

27. febrúar 2023 - kl. 14:00

Útförin fer fram frá Fáskrúðsfjarðarkirkju, mánudaginn 27. febrúar kl. 14:00

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Vernharður Vilhjálmsson Jóna Björg Guðmundsdóttir Bjarki Guðmundsson Óskar Þór Guðmundsson Helga Guðmundsdóttir Snædal tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.

Þakkir

Fjölskyldan vill færa starfsfólki sjúkradeildar FSN sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Minning

Ég kynntist Stefaníu fyrir örfáum árum þegar bróðir minn hringdi og sagðist vilja kynna mig fyrir konu. Mér fannst þetta skemmtilegt símtal og var spennt fyrir heimsókninni. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum. Ég hitti þessa yndislegu vinkonu bróður míns, hláturmilda og glaðværa. Það var eins og við hefðum þekkst alla tíð. Mikið var gaman að sjá hvað þið voruð góðir vinir, glöð og ánægð saman. En tíminn var alltof stuttur og lífið er ekki alltaf sanngjarnt.

Bæta við leslista