no image

Fylgja minningarsíðu

Stefán Ragnar Friðgeirsson

Fylgja minningarsíðu

10. janúar 1947 - 19. desember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku afi❤️

Aðfaranótt 19. desember fyrir ári síðan, fæ ég hringinguna, afi sé kominn inná sjúkrahús, ég spretti á fætur ringluð og áttavilt staðföst á því að bruna til akureyrar, ég var róuð niður og sagt að bíða, við fengjum ekki öll að vera hjá honum vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, það sé verið að skoða hann en hjartað sé að stríða honum, ég fann að hjartað í mér fór á fullt, innst inni fannst mér ég sammt vita að allt myndi reddast, afi var eldsprækur daginn áður. Snemma um morgunin er afi fluttur með hraði til Reykjavíkur, þá finn ég hvað ég verð sár við sjálfa mig að drífa mig ekki til akureyrar kannski hefði ég getað farið með honum, mér fannst ég alltaf fá að fara með honum allt… allt fer á fullt og ég bóka flug suður ég er komin í buxur og ný búin að ljúka við bókunina þegar pabbi hringir með verstu fréttir í heimi, ég stóð og ég öskraði, ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, svo sárt ég var svo reið, þetta mætti ekki, þetta gæti ekki verið! Ég lít upp og sé allar dætur mínar hræddar og stjarfar, aldrei séð mömmu sína svona, á meðan að pabbi þeirra reynir að róa mig og skilja hvað sé að, en á sama tíma brotna jafn mikið og ég, þær kippa mér niður og ég reyni að segja þeim að mamma og pabbi séu svo sorgmædd og reið að því að afi stebbi sé dáinn. ,,en afi var ekki lasinn, hvernig gat afi dáið”

no image

Bæta við leslista