no image

Fylgja minningarsíðu

Stefán Rafn Elinbergsson

Fylgja minningarsíðu

16. desember 1961 - 7. ágúst 2022

Andlátstilkynning

Elsku eiginmaður minn, yndislegi pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Stefán Rafn Elinbergsson, lést í faðmi fjölskyldunnar á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi sunndaginn 7. ágúst.

Útför

16. ágúst 2022 - kl. 15:00

Útför fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 16. ágúst kl 15.00.

Aðstandendur

Elísabet Sigfúsdóttir Vaka Ýr Sævarsdóttir, Ólafur Ögmundarson Heiðdís Huld Stefánsdóttir Freyr Stefánsson, Sara Nybo Vinther Ögmundur Steinar, Una og Ingimar Ólafsbörn

Minningarorð

Við hjá Securitas kveðjum vinnufélaga og vin sem fallinn er frá. Stefán hóf störf hjá okkur sem öryggisvörður árið 2006 og starfaði lengst af sem vaktstjóri fyrir Securitas hjá Landsbankanum. Stefán var mjög var mjög vel metinn bæði af starfsfólki Securitas og Landsbankans . Við Stefán höfum unnið saman frá því hann hóf störf hjá Securitas og höfum alltaf náð vel saman. Við áttum fjölmörg samtöl bæði í persónu og í síma og ræddum ýmis mál en Stefán talaði mikið um fjölskyldu sína og einnig slóum við gjarnan á létta strengi, en húmorinn var aldrei langt undan. Varðandi starfið þá var stutt í alvöruna hjá Stefáni sem sinnti því af mikilli ábyrgð og var umhugað um að öryggisgæslan sem hann og vaktin hans sinnti væri til fyrirmyndar.

Bæta við leslista

Elsku Stefán okkar

Í dag er nákvæmlega ár síðan við fögnuðum sextugsafmæli Stefáns vinar okkar og ekki óraði okkur fyrir því þá, á fallegu skemmtilegu desemberkvöldi að það væri síðasta afmælið sem við fögnuðum með Stefáni, en í dag þann 16. desember hefði hann orðið 61 árs. 

Bæta við leslista