no image

Fylgja minningarsíðu

sr. Jóhanna Ingibjörg Sigmarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. apríl 1944 - 26. september 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma lést á Akureyri mánudaginn 26. september í faðmi fjölskyldunnar.

Útför

8. október 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram í Egillstaðakirkju 8.október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef egilsstaðaprestakalls

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Kristmundur Magnús Skarphéðinsson, Sigmar Ingi Kristmundsson, María Ósk Kristmundsdóttir og fjölskyldur

Minning

Við andlát Jóhönnu, elstu systur minnar, streyma minningarnar fram. Minningar um góða systur og vinkonu. Æskuheimili okkar var á prestsetrinu Skeggjastöðum, þar sem einnig var stundaður sveitabúskapur og rekinn heimavistarskóli fyrir börn. Allt frá unga aldri tók Jóhanna virkan þátt í flestu því sem gera þurfti í sveitinni, ég minnist hennar t.d. á hestbaki í smalamennskum, í fjárhúsunum í sauðburði, ýmis konar húsverkum og akandi dráttarvélum með heyvinnutækjum. Að þessum verkum gekk hún með dugnaði en ef hún gat valið tók hún gjarnan útiverkin fram yfir inniverkin.

Bæta við leslista