no image

Fylgja minningarsíðu

Solveig Thorlacius

Fylgja minningarsíðu

29. desember 1971 - 1. júní 2014

Útför

Útför hefur farið fram.

Solveig Thorlacius

Hún Solveig systir okkar var einstakt eintak. Þegar hún fæddist, töluvert fyrir tímann, var hún ósköp lítil og létt. En fljótt kom á daginn að hér var engin písl á ferð heldur svipsterkur einstaklingur sem sópaði að. Í útliti var hún sérstök; hávaxin, með hátt enni og þetta dásamlega fallega glóandi hvíta hár. Sem barn lærði hún á píanó en færði sig fljótt yfir á selló, sem fór henni svo vel og féll svo vel að hljómnum í röddinni hennar. Solla söng alla tíð mikið, bæði í góðra vina hópi og með ýmsum kórum.

Bæta við leslista