no image

Fylgja minningarsíðu

Sólveig Jónasdóttir

Fylgja minningarsíðu

20. apríl 1925 - 1. desember 2007

Útför

Útför hefur farið fram.

Elsku mamma

Ég hef ávallt notið ástar þinnar, þú varst ætíð hérna fyrir mig, nú skiljast leiðir okkar um stund og þú byrjar langferð til feðra þinna.

Bæta við leslista

Höf: Bryndís Torfadóttir

Elsku mamma mín.

Bæta við leslista

Höf. Bjarni Ómar Z. Elíasson

Undir háu hamra belti

Bæta við leslista

Höf. Jónas Hagan Guðmundsson

Hún amma mín er látin. Það er erfitt að rita þessi orð, því sorgin er mikil á þessari stundu. En þó að kveðjustundin væri erfið þá kvaddi hún amma okkur á sjálfum fullveldisdeginum, með mikilli reisn og kveður okkur öll með hamingjusamar minningar. Minningar sem oftast minna helst á ævintýraheim frekar en raunveruleika. Ég var fyrsta barnabarnið og kynntist ég þessum ævintýraheim fljótlega eftir fæðingu, en einungis nokkra mánaða gamall var ég sendur í mína fyrstu af fjölmörgum ferðum norður á Húsavík til hennar ömmu. Þetta var sannkallaður ævintýraheimur fyrir lítinn snáða af mölinni. Hérna kynntist ég öllu því sem náttúra Íslands hefur upp á að bjóða. Ferðir með afa og ömmu um sveitir Þingeyjarsýslu, að Kröflu, í Grjótagjá, sjóstangaveiði á bátnum hans afa, heimsókn í fjárhúsin, skíði og berjaferðir með ömmu eru aðeins brot af þessum bersnku minningum. Ævintýrin voru óteljandi, en það sem sameinar þau öll er að ávallt enduðu þau í eldhúsinu hjá ömmu. Nýbakaðir snúðar, steiktabrauð, kleinur... – já húsið hennar ömmu ilmaði alltaf af nýbökuðum kræsingum. Að loknum enn einum ævintýradeginum settist hún amma síðan ávallt hjá mér og söng mig inn í svefninn. Ég man hvert einasta kvæði og ljóð sem hún söng og syng í dag sjálfur þessi kvæði fyrir mínar dætur. Mér þótti því vel við hæfi að syngja fyrir hana ömmu, er ég kvaddi hana daginn fyrir andlát hennar.

Bæta við leslista