no image

Fylgja minningarsíðu

Sólveig Hermannsdóttir

Fylgja minningarsíðu

17. nóvember 1935 - 24. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sólveig Hermannsdóttir frá Ísafirði, lést laugardaginn 24 febrúar.

Útför

9. mars 2024 - kl. 14:00

Útför frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 9. febrúar kl 14:00

Aðstandendur

Sævar Óskarsson, Hermann Óskarsson, Óskar Eggert Óskarsson. Tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn.

Sólveig Hermannsdóttir - minning

Viðkvæðið hjá Sollu var að þegar hún væri í Reykjavík væri alltaf sól. Í minningunni er það svo. Í heimsókn hjá okkur í Holtsbúðinni var setið úti á veröndinni eða inni við borðstofuborðið. Þar var skrafað, mikið hlegið, rifjaðar upp sögur og þjóðmálin rædd. Pabbi og Solla leiddu umræðuna og nutu þess að ræða menn og málefni. Þau systkinin leiðréttu hvort annað á víxl. Þegar Solla leiðrétti pabba sagði hún:,,nei Pétur þetta var ekki svona“. Þar á eftir lokaði hún nær alveg augunum, beygði höfuðið aðeins niður og hristi það rólega. Sama hreyfing átti einnig við þegar henni blöskraði eitthvað og þar sem hún fylgdist vel með þjóðmálum og myndaði sér skoðun þá gerðist þetta nokkuð oft. Solla hafði skemmtilega frásagnargáfu og mér þótti þau mjög skemmtilegir gestir. Í heimsóknunum sýndi Solla mér mikinn áhuga og hvað ég væri að fást við, hvernig gengi í náminu, hvernig mér líkaði á vinnustaðnum, hvað ég gerði mér til skemmtunar o.s.frv. áhuginn var einlægur sem merkja mátti á því að hún mundi svörin og umræðuna frá því síðast við hittumst.

Bæta við leslista