no image

Fylgja minningarsíðu

Sólrún Una Júlíusdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. september 1955 - 2. febrúar 2022

Andlátstilkynning

Sólrún Júlíusdóttir fæddist í Njarðvík 5.september 1955. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 2.Febrúar 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Sólrún Amma

Elsku Sólrún Amma mín, eins og þú kallaðir þig alltaf, og mér fannst alltaf eins og þú værir Amma mín. Ég man að þú keyptir alltaf föt handa okkur Guðbjörgu þegar við vorum litlar. Þú sagðir alltaf að það væri svo gaman afþví að þú ættir engar litlar stelpur sjálf. Ég gjörsamlega elskaði tvær vikurnar sem ég var hjá þér, þegar þú bauðst mér að koma á reiðnámskeið í Hólminum. Ég gleymi aldrei þegar þú lést mig gráta úr mér augun í fermingunni minni þegar þú gafst mér minn fyrsta hest. Ég man hvað mér fannst gaman að koma til þín með vinkonur mínar og fá tarrot lestur frá þér og það var ótrúlegt hversu oft þú hafðir 100% rétt fyrir þér. Þá sagðiru alltaf að þú fengir smá hjálp að handan. Þegar Róbert dó og fólk fór að mæta heim til okkar föðmuðu mig allir, en einhverra hluta vegna byrjaði ég ekki að gráta fyrr en þú faðmaðir mig. Þú gafst bestu og hlýlegustu faðmlögin.Ég var svo ánægð að þú komst í brúðkaupið mitt. Ég gleymi aldrei hversu falleg ræðan sem þú fórst með var og ég gæfi allt til eiga myndband af því í dag. En mest af öllu á ég eftir að sakna yndislega smitandi hlátrinum þínum. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég á eftir að sakna þín og ég mun elska þig að eilífu, elsku Sólrún Amma mín. 

Bæta við leslista