no image

Fylgja minningarsíðu

Sóley Traustadóttir

Fylgja minningarsíðu

3. janúar 1965 - 2. febrúar 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg dóttir mín, systir og frænka, Lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 2. febrúar.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Aðstandendur

Herborg Sigurðsson Soffía Traustadóttir Bára Traustadóttir og fjölskyldur

Þakkir

Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skálatúns

Sóley

Margar minningar streyma fram við fráfall litlu systur okkar. Minningar um blíða, einlæga, glaða stelpu, með þetta einstaka hjartalag sem átti auðvelt með að bræða hjörtu allra í kringum sig. Í æsku var hún fjörmikil og vissi vel hvað hún vildi og lét ekkert stoppa sig. Við þurftum oft að hlaupa á eftir henni, þar sem hún var snögg í snúningum, hvort heldur sem hún var á fullu spani á þríhjólinu eða klifrandi upp á þök. Lífsgleðin var mikil og var hún mikill prakkari. Hún var dugleg að sparka bolta, hjóla, mjög flink með jojo, spilaði á munnhörpu og greiðu og tölum ekki um magadansinn. Þegar við bjuggum í Vestmannaeyjum var hún alls staðar velkomin. Sérstaklega nágrannarnir okkar sem áttu fullt af hljóðfærum og þreyttust aldrei á að taka lagið og spila fyrir hana. Þegar Sóley var 8 ára kom eldgosið í Heimaey og fluttum við til Reykjavíkur sem reyndist okkur mjög erfitt. Stuttu eftir gosið fór hún á Skálatún í Mosfellsbæ og bjó þar til dauðadags. Þá féllu mörg tár af hvörmum Sóleyjar og okkar systra. Samstundis opnuðust mörg tækifæri fyrir hana. Hún byrjaði í skóla, tók mikinn þátt í íþróttum, meðal annars sundi, frjálsum og boccia. Hún varð fljótt synd og keppti oft í sundi og fór á Special Olympic leikanna í Atlanta USA og á Norðurlandamót. Keppnisskapið var mikið og var hún sigurvegari í eigin lífi. Sóley hefur ferðast mikið innanlands og erlendis bæði með foreldrum okkar og starfsfólki og vinum á Skálatúni. Frá barnæsku lá leiðin oft til Færeyja að heimsækja ættingja og dvöldum við þar mörg sumur. Sóley var tvítyngd. Seinni árin fór hún oftar en ekki til sólarlanda, hún elskaði sól og hita. Sóley var einstaklega barngóð og fylgdist vel með frændsystkinum sínum. Sóley kenndi okkur mikið með gleði og einlægni sinni og hefur vermt líf okkar með sólargeislum sínum. Minning þín er ljós í lífi okkar.

no image

Bæta við leslista

Sóley

Elsku besta Sóley frænka mín er fallin frá. Það var dásamlegt að alast upp með Sóleyju. Þegar ég var lítil stelpa fékk ég alltaf að fara með ömmu, afa og Sóleyju hvert sem þau fóru hvort sem það var að gista um helgar, bíltúrar, sumarbústaðarferðir eða önnur ferðalög.  Sóley var svo þolinmóð og góð og leyfði mér að leggja kapal með sér, prófa tölvuspilin og fikta í flotta segulbandstækinu með diskóljósunum. Sóley tók alltaf á móti manni með opnum örmum, sólskinsbrosi og góðu knúsi. 

no image

Bæta við leslista