no image

Fylgja minningarsíðu

Soffía Stefánsdóttir

Fylgja minningarsíðu

1. maí 1924 - 18. júní 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Soffía Stefánsdóttir Árskógum 8 í Reykjavík lést laugardaginn 18. júní. Jarðarför hennar fór fram frá Bústaðakirkju 11. júlí.

Útför

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Svana Pálsdóttir Guðbjörg Pálsdóttir Soffía Pálsdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn

Minningargrein –Soffía Stefánsdóttir

Soffía, mamma okkar, náði háum aldri og við fengum því að eiga mömmu lengur en flestir. Við eigum margar góðar minningar að ylja okkur við. Mamma hugsaði vel um okkur alla ævi. Hún hjálpaði okkur mikið í heimanáminu og enginn kunni betur Íslandssögubækurnar en hún. Við vorum með henni í húsverkunum, garðstörfum og fórum með henni í ýmsa túra. Mömmu fannst líka mikilvægt að fólk væri úti. Við fórum því oft í útileiki með henni. Hún var svo góð í „danskan“ og ýmsum fleiri boltaleikjum. Hún var skemmtileg og kunni ógrynni af söngtextum. Við sungum oft saman ýmis skátalög, dægurlög og revíulög. Hún lifði eftir þeirri hugmynd að maður ætti að vera sjálfum sér nógur og geta skemmt sér sjálfur. Oft voru haldnar fjölskylduskemmtanir þar sem allir komu með atriði bæði fullorðnir og börn. Hún kenndi okkur líka að spila og prjóna og vinna ýmislegt í handavinnu. Þetta eru dæmi um samverustundir í kringum skemmtilegar aðstæður sem mamma skapaði.

Bæta við leslista

Elsku Amma,

Þú kenndir okkur svo margt. Sumt kann hugsanlega að hljóma frekar sjálfsagt, en það er fæst sjálfsagt í þessu lífi þegar maður fer að grandskoða það. Við lærðum meðal annars að spila allskonar leiki og gera pönnukökur. Að líta í eigin barm þegar fíflunum fer að fjölga í kringum okkur og að fá okkur ristað rúgbrauð með smjöri. Gera blómakransa úr sumarblómunum í Kvistalandi, geyma naglalakkið inní ísskáp og drekka kakóið í gegnum rjómann.

Bæta við leslista