no image

Fylgja minningarsíðu

Snorri Jónsson

Fylgja minningarsíðu

15. maí 1928 - 30. júní 2016

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Flensborgarskólanum

Snorri Jónsson hóf störf við Flensborgarskólann árið 1958. Hann var kennari við skólann til ársins 1981 og yfirkennari frá 1970 til 1981. Eftir það gegndi hann starfi fulltrúa til ársins 1998 er hann lét af störfum.

Bæta við leslista

Í kastalanum á Hamrinum

Í dag kveðjum við afa okkar hinstu kveðju. Hann var mikill höfðingi og fjölskyldumaður sem bar hag okkar ávallt fyrir brjósti. Honum var mikið í mun að úr okkur rættist og var alltaf hvetjandi og styðjandi. Afi var óspar á hrós og lét okkur finnast mikið til okkar koma. Hann var sérstaklega bóngóður og sagði já við nánast hverri ósk, hvort sem hún var um að sækja eða skutla um miðja nótt, skjótast út í búð eða lesa yfir ritgerð. Við dvöldum oft hjá afa bæði tvö. Stundum fengum við að vera í pössun en ósjaldan gengum við bæinn á enda til að vera með afa sem bjó í kastala uppi á Hamrinum í Hafnarfirði þar sem alltaf var gaman og gott að vera.

Bæta við leslista