no image

Fylgja minningarsíðu

Skúli Pálsson

Fylgja minningarsíðu

18. júní 1944 - 22. ágúst 2025

Andlátstilkynning

Skúli Pálsson, bifvélavirki, lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli í Grundarfirði föstudaginn 22. ágúst.

Útför

2. september 2025 - kl. 13:00

Útför fer fram í Bústaðarkirkju 2. september kl. 13:00

Aðstandendur

Guðrún Hlíf Lúðvíksdóttir Meinseth Anna Júlía Skúladóttir Ólafur Jónsson Birgir Skúlason Anna Guðrún Jónsdóttir Barnabörn Barnabarnabörn

Þakkir

Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls, Grundarfirði.

Parkinsonsamtökin
Elsku pabbi.

Það er svo erf itt að setjast niður og skrifa kveðjuorð . En fyrir mörgum árum ákváðum við að ég mundi skrifa minningargrein um þig. Þér fannst þá að ég hefði átt að bjóða mig fram til alþingis, en svo sannmæltumst við um að ég mundi aldrei geta setið svona lengi kjurr eins og alþyngismenn gera, þó ég gæti alveg talað jafn mikið og þeir. En ég sagði líka að sú minningargrein yrði ekkert endilega eins og hinar minningarræðurnar 😉

no image

Bæta við leslista

Bróðurminning

Bróðir okkar átti erfiða innkomu í þennan heim. Hríðir móður okkar hófust 17. júni 1944 og Skúli fæddist 19. júní – þrátt fyrir að Þjóðskráin segi annað. Það var alla tíð náið samband milli mömmu og Skúla. „Það er alltaf jafn gaman að tala við hann Skúla minn.“ „Það er allt gott að frétta af Skúla mínum.“ Þetta tók hún gjarnan fram þegar hún sagði fréttir úr firðinum. Skúli hafði auga fyrir ýmsu smálegu sem létti undir með mömmu, t.d. færði hann henni ryksugu eftir eina vertíðina – það var skömmu eftir að slík verkfæri komu fram.

no image

Bæta við leslista