no image

Fylgja minningarsíðu

Siguroddur Magnússon

Fylgja minningarsíðu

27. ágúst 1918 - 29. október 2003

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Guðrúnu Þorvaldsdóttur dengdadóttur

Í dag kveð ég minn ástkæra tengdaföður og vin, Sigurodd Magnússon. Ég kynntist Siguroddi árið 1964 þegar við Magnús, elsti sonur hans, ákváðum að gerast lífsförunautar. Móttökurnar voru afar hlýjar hjá þeim hjónum Fanneyju og Siguroddi og alltaf var gott og gaman að koma til þeirra í Brekkugerði 10.

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðnýju Margréti Magnúsdóttur tengdadóttur

Í dag kveð ég kæran tengdaföður minn með virðingu og þökk. Margs er að minnast frá liðnum árum og allar eru þær minningar hlýjar og ljúfar.

Bæta við leslista

Kveðja frá Ragnheiði Hrefnu sonardóttur

Nú er afi minn fallinn frá. Hann var góður maður. Afi sagði kannski ekki í orðum að honum þætti vænt um mann en hægt var að finna það á faðmlagi hans og sjá það á brosinu. Það var hægt að tala um allt milli himins og jarðar við afa. Hann hafði nánast alltaf skoðun á öllum málefnum og sýndi áhuga á því sem maður var að gera.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Guðmundi Gunnarssyni

Siguroddur Magnússon var einn af helstu mönnum í forystusveit rafiðnaðarmanna seinni helming síðustu aldar. Hann tók sveinspróf í rafvirkjun 1944. Hann var þátttakandi í stofnum félags rafiðnaðarnema og iðnnemasambandsins á námsárum sínum. Fór nánast beint í stjórn sveinafélagsins eftir sveinspróf og er þar 1946-1948 og er formaður Félags íslenskra rafvirkja 1947-1948. Hann tók meistarapróf árið 1947 og svo löggildingu 1948 og hefur eigin starfsemi sem rafverktaki. Siguroddur var ætíð mikill áhugamaður um menntamál í rafiðnaðargreinum og fór í sveinsprófsnefnd rafvirkja, fyrst fyrir hönd FÍR árið 1946 og svo fyrir meistarafélagið. Hann er formaður sveinsprófsnefndarinnar 1954-1958 og tekur svo aftur við formennsku 1963 og er það þar til hann hættir í nefndinni árið 1996. Eftir að hann hóf eigin atvinnustarfsemi fór hann fljótlega í stjórn Félags löggiltra rafverktaka og var virkur innan samtaka Landssambands íslenskra rafverktaka. Siguroddur var auk þess virkur félagsmaður hjá Alþýðuflokknum og sinnti margs konar trúnaðarstöfum fyrir flokkinn.

Bæta við leslista