no image

Fylgja minningarsíðu

Sigurjón Rútsson

Fylgja minningarsíðu

8. desember 1944 - 20. maí 2025

Andlátstilkynning

Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón Rútsson lést 20. maí 2025 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.

Útför

7. júní 2025 - kl. 13:00

Sigurjón Rútsson, rafvirkjameistari, sem lést þriðjudaginn 20. maí 2025, verður jarðsunginn frá Víkurkirkju í Vík í Mýrdal, laugardaginn 7. júní kl. 13.

Hlekkur á streymi
Aðstandendur

Kristín Einarsdóttir Einar Kristinn Stefánsson og Ragnhildur Hrund Jónsdóttir Hrefna Sigurjónsdóttir og Þorgeir Ragnarsson Rútur Skæringur Sigurjónsson Viktor Smári Sigurjónsson Ríkharður Sigurjónsson og Jainaba Bayo og barnabörn

Þakkir

Fjölskyldan vill koma á framfæri innilegum þökkum fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Viðstöddum er boðið að þiggja veitingar að athöfn lokinni í erfidrykkju á Hótel Vík.

Sigurjón Rútsson

Okkur var brugðið hversu andlát Sigurjóns bróður okkar bar brátt að. Það er með söknuði í hjarta sem við systur kveðjum kæran bróður í dag.

Bæta við leslista

Elsku pabbi minn

Pabbi minn var drengur góður, þannig held ég að flest samferðarfólk myndi lýsa honum. Hann var dagfarsprúður, hógvær og léttur í lund með þægilega nærveru. Húmoristi sem hafði gaman af góðum sögum og hressandi tónlist. Snar í snúningum, stundum hvatvís en þolinmóður og rólegur í eðli sínu. Enda laðaði hann að sér börn og dýr sem sóttu í að vera í návist þessa rólega og blíða manns sem hafði alltaf tíma fyrir þau.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá Snorra og Heiðu Dís

Skjótt skipast veður í lofti og öllum var brugðið þegar við fengum þá frétt að hann Sigurjón væri fallinn frá. Einhvern vegin var hann fastur punktur í  fjölskyldunni, sá sem alltaf var til staðar, hægt að leita til og reiða sig á. Hann var greiðvikinn, ráðagóður og sá svo oft einföldu lausnina í öllum hlutum. Listrænir hæfileikar Sigurjóns voru honum meðfæddir en hann eyddi alltof litlum tíma í listsköpunina. Hæfileikarnir sáust í hversdagslegum verkum og birtust í því hvernig hann sá fyrir sér hvað færi best td í rafvirkjun, við smíðar eða í öðrum þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur. 

Bæta við leslista

Hinsta kveðja frá tengdasyni

Sigurjóni kynntist ég fyrst árið 1996 fljótlega eftir að ég kynntist eiginkonu minni, Hrefnu. Þetta var á menntaskólaárum okkar og tæp 29 ár síðan. Okkur Sigurjóni varð vel til vina. Hann var hæglátur, jafnlyndur, geðgóður og ljúfur í lund og samverustundir því með besta móti.

Bæta við leslista