no image

Fylgja minningarsíðu

Sigurður Helgi Hlöðversson

Fylgja minningarsíðu

18. maí 1948 - 2. febrúar 2023

Andlátstilkynning

Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, vinur, afi og langafi Sigurður Helgi Hlöðversson lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 2. febrúar.

Útför

16. febrúar 2023 - kl. 13:00

Útför hefur farið fram.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Gerður Ringsted, Jón Gestur Helgason Ágúst Sigurðarson, Hjördís Ásmundsdóttir Rannveig Sigurðardóttir, Garðar Þorsteinsson Hlöðver Helgi Sigurðsson, Aðalbjörg Þóra Þráinsdóttir Eva Ísfold Lind Sigurðardóttir Baldvin Gunnar Ringsted Sigurðsson afa og langafabörn

Kveðja frá Eggert Ísfeld

Sæll Siggi bróðir eða komdu sæll kæri bróðir svona skrifaði ég til þín bréfin í gamla daga , Rannveig dóttir þín afhenti mér bréfin sem ég skrifaði þér ,gaman að lesa þetta enn ekki gaman fyrir Rannveigu að þú safnar öllu bensín kvittun frá 1967 og öllu öðru of mikið fyrir Rannveigu.Enn mig langar að segja smá sögur af þér og mér,Þú komst á B,S,A Lagthning heim til mín ég átti að passa Gústa meðan þú og Gunnur færuð einkva Siggi sagði setu aftaná hjólið og ef ég halla mér til hægri gerir þú eins ekki halla þér á móti mér og svo lagði hann af stað ég límdi mig bara við bakið á honum þetta var rosalega stað enn samt örugg 2 mínótur heim til þeirra.Önnur smá saga umm kl05 hafði ekkert sovið sé ég þig keira nyður Meistaravellir 19 og stoppaðir fyrir utan ég stokk nyður stigana og út til þín þar sem þú þreittur sast á hjólinu ég gekk að þér en þekkti þig ekki bara hjólið var eins og þitt,það voru svo margar flugur á þér og fuglar,þú varst eins og dasaður fugl hafði undir hjálminn þú varst á þessum tíma með hjálm úr þyrlum frá USA rent gler nyður ,ég held að þú hafir keirt of hratt þarna Siggi .Manstu Siggi þegar þú lánaðir mér A2912 Ford Mercury ég fór á rúntin með kærustuna sem er konan mín í dag hún Silla við stoppum fyrir aftan Dómkirkinking og erum að kela hún fer í fangið á mér með lappirnar uppi í sætið og þá hefur hún slökkt á framm ljósi um með hjjánum Siggi það var svona stokkur á milli sæta með ljósi um og þegar ég keiri svo upp Hverfisgötu þá var ég ekki með nein ljós og útúr mirkri sé ég tvö Lögregluþjóna baða út höndum enn ég kominn svo nálægt þeim að ég bara sveigði á milli meirra og gaf allt í botn.Ég skilaði svo bílnum án þess að nefna það sem ég lenti í .Siggi minn mér þykir mjög leitt að þú varst tekin þegar fórst svo saklaust á rúntin ,Siggi minn þú fyrir gafst mér þetta straxt.Ég á margar óðar minningag umm þig kæri bróðir Eggert Ísfeld

Bæta við leslista

Kveðja frá Gísla Sigurgeirssyni

Ár er hjól í aldarvagni. Ég eldist með sama hraða og samferðamenn mínir og sumir þeirra heltast úr lestinni. Ættingjar, vinir og samverkamenn. Þannig er lífið. Ég fylgdi einum þeirra; Sigurði Helga Hlöðverssyni, síðasta spölinn suður á Naustahöfða í gær. Þá varð mér hugsað til löngu liðinna tíma. Eða hvað? Hvað er langt og hvað er stutt í tíma? Sumar þær minningar sem komu upp í huga minn á Höfðanum eru enn ferskar, rétt eins og þetta hafi verið í gær. En svo man ég varla líðandi stund!Ég byrjaði blaðamennsku hjá Íslendingi en flutti mig síðar yfir á Vísi fyrir atbeina Sæmundar vinar míns Guðvinssonar. Vísir var þar með fyrst dagblaða til að ráða blaðamann á landsbyggðinni í fullt starf. Síðan fór ég yfir á Dag, því þá var vilji til þess meðal stjórnenda blaðsins að gera blaðið að frjálsum óháðum málsvara framfara á landsbyggðinni. Því miður höfðu þeir ekki kjark til að ljúka þeirri vegferð og því fór sem fór með eina dagblaðið utan Reykjavíkur. Þaðan fór ég yfir á Ríkisútvarpið, fyrst til Svæðisútvarpsins á Akureyri, en eftir stutt stopp þar var ég ráðinn fréttamaður fyrir fréttastofu Sjónvarpsins. Fyrstu árin mín þar var ég einn á báti, því fréttastofur Sjónvarps og Útvarps voru sitt hvor stofnunin og samkeppi þar á milli. Ég hafði enga fastráðna tæknimenn og enginn myndatöku- eða klippibúnaður var þá til á Ríkisútvarpinu á Akureyri. Ég hafði vinnustofu á mínu heimili, en leitaði eftir tæknivinnu hjá Samveri, sem þá var að hasla sér völl í vinnslu á sjónvarpsefni undir dyggri stjórn Þórarins Ágústssonar. Fyrirtækið hafði bækistöð við Grundargötu, þar sem fyrrum var öflugt trésmíðaverkstæði forfeðra Þórarins. Ólafur afi hans smíðaði vönduð og öflug húsgögn, m.a. skirborðið sem ég sit við þessa stundina, og Ágúst sonur hans hélt síðar uppi merkinu. Afkomendur þeirra eru völundar, hvort heldur sem þeir fást við smíðar, pípulagnir, myndatökur eða eitthvað annað. Þórarinn tók að sér myndatökur fyrir Sjónvarpið upp úr 1980. Við tókum saman mína fyrstu frétt, en hún var tekin á filmu. Þá var ég að hlaupa í skarðið fyrir Hermann vin minn Sveinbjörnsson, sem þá var lausráðinn fréttamaður Sjónvarpsins á Akureyri með ritstjórn Dags. Upp úr þessari vinnu Þórarins fyrir Sjónvarpið þróaðist Samver, sem var um tíma öflugt við fréttavinnslu og dagskrárgerð fyrir sjónvarp. Þeir sendu til dæmis út þætti með eyfirsku efni og sáu um fyrstu beinu útsendingarnar fyrir Sjónvarpið frá Akureyri. Mig minnir að það hafi verið við Alþingiskosningarnar 1987. Þá tók ég viðtal við Ragnar vin minn Steinbergsson, formann yfirkjörstjórnar, sem var sent út beint, fyrsta beina útsendingin í Sjónvarpinu frá Akureyri. Um nóttina komu síðan tölur og viðtöl við frambjóðendur, allt í beinni úr Oddeyrarskóla. Meðal þeirra sem þar komu að verki var Sigurður Hlöðversson, en auk hans man ég eftir Þórarni, Viðari Garðarssyni, Geir Hólmarssyni og Önnu Kristínu Arnarsdóttur meðal Samversmanna. Eflaust gleymi ég einhverjum. Samver var um tíma öflugt fyrirtæki, en því miður hefur sjónvarpsstöðvum við Eyjafjörð ekki tekist að festa sig í sessi.Þergar ég kom inn í þennan heim voru mikil umbrot í vinnslu myndefnis. Myndböndin voru að ryðja filmunni út og vinnslan varð einfaldari. Engu að síður þurfti tvo við upptökur á fréttaskotum; myndatökumann og hljóðmann. Ég var blautur á bak við eyrun í þessum heimi, en Samversmenn tóku mér vel. Sigurður Hlöðversson, sem nú er genginn í sumarlandið, var óþreytandi við að leiðbeina mér. Ég þekkti hann ekki fyrir; hann var sunnanmaður, sem elti ástina sína norður yfir heiðar. Það var Gunnur Ringsted. Hún fékk ekki vinnu við hæfi í Reykjavík, en Baldvin tannlæknir Ringsted faðir hennar hafði þörf fyrir aðstoð. Þess vegna fluttu þau Siggi og Gunnur norður og það var fengur fyrir okkur norðanmenn. Eftir að Siggi hætti störfum hjá Samveri var hann um tíma tökumaður fyrir mig í fréttum og klippti jafnframt fréttirnar. Það var gott að vinna með Sigga. Hann var óhemju duglegur og ósérhlífinn og ég gat alltaf treyst því, að hann skilaði mér nægu myndefni í góða frétt og hann átti gott með að nálgast fólk við mismunandi aðstæður. Hann hikaði ekki við að vaða eld og brennistein til að ná góðum myndum. Stundum greindi okkur reyndar á um mynduppbyggingu og hreyfingar kamerumannsins, en Siggi var alltaf tilbúinn í bollaleggingar um slík atriði. Hann kunni að nýta sér ábendingar til framfara. Hann las sér líka mikið til um kvikmyndagerð og annað sem vakti áhuga hans. Þau ár sem við unnum saman var hann í stöðugri framför sem tökumaðurmog vissi skil á ótrúlegustu hlutum í samræðum.Siggi var alltaf tilbúinn í slaginn hvenær sólarhringsins sem ég hringdi. Hann var bóngóður og á síðustu árum gat ég oft leitað til hans með tæknileg vandamál þegar ég hef verið að yfirfæra gamalt efni yfir í stafrænt form. Ég veit að hann hjálpaði mörgum í sömu sporum; við að fiska gamlar minningar af VHS spólum yfir á DVD diska eða minniskubba.Siggi sagði mér stundum frá starfsárum sínum hjá rafveitunum syðra og hér fyrir norðan. Þar störfuðu miklir ævintýramenn, því það dugðu engir meðalmenn í þessi störf hér í eina tíð og þannig er það eflaust enn. Þessir jaxlar þurfa að berjast inn til dala og upp til fjalla hvernig sem veður er. Oftar en ekki í öskrandi byl, klífa upp í staura og möstur til að berja ísingu af línum og fyrir kom að teflt var á tæpasta vað. Ég er ekki frá því að hann hafi stundum saknað áranna hjá rafveitunum. Siggi minn var nefnilega alltaf svolítill ,,göslari“, sem hafði gaman af ævintýrum og harki. Hann var ætíð tilbúinn til að hjálpa þeim sem lent höfðu í ógöngum, hvernig sem á stóð. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur í orðsins fyllstu merkingu. Síðustu árin fóru ekki mildum höndum um Sigurð. Hann var vel að sér, vel lesinn og kunni skil á ótrúlegustu hlutum. Þess vegna var það honum sárt þegar það tók að hverfa úr huganum, sem hann vissi að hann átti að vita og muna. En það fór vel um Sigga í hjúkrunarheimilinu Hlíð síðustu misserin. Þar naut hann mjúkra handa hjúkrunarfólks, afkomenda og vina. En ég hygg hann hafi verið ferðbúinn blessaður og ég bið þess að hann hafi fengið gott leiði. Siggi elskaði amerískar drossíur frá því upp úr miðri síðustu öld, með óteljandi hrossum undir húddinu, sem gáfu ómælda orku út í hjólin. Ég sé hann fyrir mér á einni slíkri í Sumarlandinu, í galladressinu og með skyrtuna fráhnefta niður á bringu. Að sjálfsögðu með uppbrettar ermar og rúðuna bílstjóramegin niðurskrúfaða, þannig að golan þyrlar upp rauðbirkinn lubbann. Sígó í munnvikinu og kók í hendi. Svo stingur hann lítilli plötu í spilarann undir mælaborðinu og skrúfar magnarann í botn. Fyrr en varir trylla tónar rokksins og Elvis Prestley allt sem andann degur. Meira að segja flugurnar taka tokksveiflu og Siggi stígur bensínfjölina í botn, um leið og hann slær öskuna af rettunni út um gluggann. Hann hverfur í rykmekki með tilheyrandi dekkjavæli. Um leið og hann fer hjá gefur hann góðlátlegt vink með bros á vör. Góða ferð gæskur.

Bæta við leslista

Kveðja frá Baldvin B. Ringsted

Siggi Hlöðvers var mágur minn um nálægt þriggja áratuga skeið. Þó hann og systir mín hættu að vera hjón hættum við ekki að vera vinir. Hann var áfram hluti af fjölskyldunni og var í nánu sambandi við alla á meðan hann hafði til þess þrek. Við fráfall hans hrannast upp minningabrot um ævintýri og vileysisgang, ferðalög og samtöl sem fóru um allar grundir.Ég man eftir því að þau hjónin komu á mótorhjóli til Akureyrar frá Reykjavík um 1970. Hjólið var BSA 650 Thunderbolt og vegirnir voru drullusvað og holur til skiptis. Þetta var þrekraun fyrir bæði menn og hjól. Ég man líka eftir Mercury, sennilega 1954, svartur V8 með rauða innréttingu. Skömmu síðar 1959 Chevrolet og þegar hjólið var selt kom 1960 MG tveggja manna sportbíll. Hann fór rúnt með með mig í honum um hverfið. Það var ekkert malbik komið á húsagöturnar og Kringlumýrin var tekin á hliðarskriði með tilheyrandi rykmekki og grjótkasti. Svo kom Ford 1955 sem Hlölli sonur hans á í dag og er í meðferð.Við Siggi fórum suður á bílasýningu Fornbílaklúbbsins 1979 á Ford Galaxie 1960, hittum Stjána meik og fleiri nestora í bransanum. Það var mikil upplifun fyrir 16 ára snáða með bíladellu á háu stigi. Þegar ég var 17 ára fékk ég þann bíl lánaðan í nokkrar vikur og fór gjarnan á honum í skólann um vorið. Það var lítið mál að bjóða á rúntinn, plássið var endalaust.Við fórum líka suður í ævintýraferð með Dina og Gagga í október 1984. Lögðum af stað 4 en komum 11 til Reykjavíkur 15 tímum síðar. Hvað brasað var í borginni er bara okkar á milli sem fórum í túrinn 

Bæta við leslista

Gísli Gunnlaugsson skrifar kveðjuorð

Í dag fór fram frá Akureyrarkirkju útför Sigurðar Hlöðverssonar, gamals vinar og samstarfsmanns . Þá á vel við að endurbirta þessa mynd af starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar Aksjón um síðustu aldamót en á myndinni eru í neðri röð ég og Hilda Jana Gísladóttir og í efri röð Bjarki Albertsson, Þráinn Brjánsson, Steinarr Logi Nesheim og Sigurður Hlöðversson.

no image

Bæta við leslista

Hilda Jana skrifar kveðjuorð

Í gær fór fram útför Sigurðar Helga Hlöðverssonar. Við Siggi vorum fyrst vinnufélagar á hinni akureyrsku sjónvarpsstöð Aksjón í kringum aldarmótin síðustu og síðar á N4. Við urðum eiginlega meira en vinnufélagar, við urðum líka samferðafólk og vinir. Ég man þegar ég byrjaði að vinna með honum hvað mér fannst hann mikill töframaður þar sem hann vann eins og stjórnandi sinfóníuhljómsveitar á gömlu Betuna og klippti sjónvarpsefni. Í þá tíð gekk ekki að snurfusa eitthvað eftir á eins og nú er hægt í tölvum, það þurfti að klippa skref fyrir skref nákvæmlega eins og við vildum hafa efnið í útsendingu. Ef við skiptum um skoðun, eða þurftum að stytta eftir á, þá þurfti hreinlega að byrja alveg upp á nýtt og þá dæsti Siggi hátt. Það var fleira sem var frumstætt á þessum tíma, eftirminnilegt er til dæmis þegar Siggi handstýrði prompternum, en prompter er tæki sem ég nýtti til að lesa fréttir af, einskonar heimagerður skjávarpi. Á þeim tíma vorum við einfaldlega með alvöru pappír sem fréttirnar voru prentaðar á, pappírinn var síðan límdur saman með límbandi í hring og hringurinn settur á tvo stálhólka sem Siggi handsnéri fyrir mig. Stundum þegar ég las fréttir af skjánum birtust allt í einu stórar hendur hans fálmandi fyrir framan mig og ég skal viðurkenna að ég náði ekki alltaf að halda andliti, þá var hlegið hátt og mikið. Það sem var svo gott við Sigga var að hann hélt alltaf með manni, ég man þegar við vorum að taka fyrstu fréttina mína fyrir fréttatíma Stöðvar 2 sem þá hét 19:19, þá vildi hann endilega fara með mig í miðja fífilbrekku fyrir framan gamla Samkomuhúsið á Akureyri og sagði að svona blómarós eins og ég ætti að vera umvafin blómum. Eftir oft mikinn hasar og læti við að koma vídeóspólum út á flugvöll til að koma efninu okkar í fréttir Stöðvar 2 eða í loftið á Aksjón, þá settumst við niður, pöntuðum pizzu og ræddum lífið og tilveruna eða spiluðum jafnvel. Það er eftirminnilegt þegar Siggi stillti eitt sinn upp hátölurum og við dönsuðum, ég man sérstaklega eftir því þegar við dönsuðum Pulp fiction dansinn með miklum tilþrifum, það leiddist okkur ekki. Þegar við ferðuðumst um eða spjölluðum þá var umræðuefnið vægast sagt fjölbreytt, rætt var um allt milli himins og jarðar, allt frá tilgangi lífsins yfir í daglegt amstur. Siggi talaði oft um fjölskylduna sína, börn og barnabörn sem honum þótti greinilega undurvænt um. Sigga þakka ég samstarfið og vináttuna í gegnum árin og fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur á kveðjustund.

Bæta við leslista

Econline

Pabbi var delluáráttaður enda bara flakkandi milli verkefna þartil síðustu árin. Við fórum oft rúnta út í sveit eða skoða bíla og kók og prins póló.

Bæta við leslista

Kveðja frá Bjarna Hafþóri Helgasyni - Haffa

Sigurður Helgi Hlöðversson, myndatökumaður á Akureyri, lést 2. febrúar síðast liðinn, hann var aðeins 74 ára að aldri. Hann hafði átt við veikindi að stríða og þótt andlátið hafi haft aðdraganda, þá kom það samt nokkuð á óvart því manni finnst að æviárin hefðu átt að verða fleiri. Í áratug starfaði ég við fjölmiðla á Akureyri og allan þann tíma var Siggi Hlöðvers nálægur. Seinni hluta þessa tíma störfuðum við Siggi tveir saman í útibúi Stöðvar 2 og Bylgjunnar á Akureyri og nánara getur samstarf tveggja einstaklinga varla orðið. Þessi ár voru virkilega góð og Siggi reyndist einstakur maður í samstarfi og nærveru. Við lentum auðvitað í ýmsum ævintýrum sem tengdust aðskiljanlegustu hlutum og viðfangsefnum, veðurfari og ýmsu fleiru. Við létum aldrei bilbug á okkur finna. Stundum fórum við í viðtöl sem segja má að hafi verið ansi hæpin eins og til dæmis við nývaknaðan mann á gjörgæsludeild sjúkrahússins; þá kveikti Siggi á kamerunni áður en við læddumst inn og síðan rúllaði hún uppstyttulaust á meðan ég tók viðtalið, svo forðuðum við okkur út hlaupandi þegar við vorum staðnir að verki og allt varð vitlaust. Þetta var ekki fallega gert en við rifjuðum þetta oft upp eins og hverja aðra svaðilför. Fleiri ferðir rifjuðum við upp okkur til skemmtunar og þær voru ekki allar gáfulegar. Hann varðveitti mikið magn af myndefni sem nú er komið í hendur Minjasafnsins á Akureyri, þar er sjóður sem margir eiga eftir að njóta þegar hann verður aðgengilegur á netinu. Hluta af þessu efni setti hann á flakkara fyrir mig, þetta eru okkar sameiginlegu minningabrot sem gaman er að skoða. Mér þykir nokkuð merkilegt að ég finn hvergi ljósmynd af okkur Sigga frá þeim árum sem við störfuðum tveir saman og hvorki mynd af honum sjálfum á vettvangi starfsins né af mér. Samt gerðum við ekkert annað árum saman en taka myndir? Það voru reyndar lifandi myndir sem Siggi tók en samt sérkennilegt að finna ekki eina ljósmynd af okkur saman. Ég sé fyrir mér glottið á Sigga af þessu tilefni, hann brosti oft kankvís til mín þegar eitthvað furðulegt var í gangi og þessi grunsamlegi ljósmyndaskortur hefði án vafa leitt til dularfullra heilabrota. Siggi hugsaði mikið um andleg málefni og við áttum endalausar samræður um eitt og annað sem því tengdist; hugann, vitundina, orku þessa heims og annars. Það var alltaf eitthvað til að tala um. Hann átti líka fortíð um bíla og vélhjól sem mig skorti og það var gaman að heyra sögur af ýmsum uppátækjum úr þeirri veröld. Honum voru börnin og fjölskyldufólkið ætíð ofarlega í huga og stundum ræddum við mjög persónuleg mál, það var á báða bóga og reyndist okkur gagnlegt, enda ríkti traust á milli okkar. Við vorum góðir vinir alla tíð, hann var þannig gerður að manni gat aldrei annað en líkað vel við hann og það er varla hægt að verða mikið ríkari af mannkostum. Björt minning mín um Sigga er fyrst og síðast umvafin því ljósi. Hann var góður drengur í bestu merkingu þeirra orða og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum vel. Blessuð sé hans minning og öllum aðstandendum hans votta ég djúpa samúð.

Bæta við leslista

Til pabba

Ég var ekki viss um hvort ég ætti að skrifa einhver minningarorð því það er eiginlega ómögulegt að setja suma hluti á blað. Það er erfitt að segja í örfáum orðum hvað pabbi var okkur mikilvægur og hvað við eigum honum mikið að þakka. Hann var mikill kennari og lagði áherslu á að ég lærði það sem þurfti til að bjarga mér sjálf hvort sem það var að skipta um dekk eða öryggi í rafmagnstöflu. Ef eitthvað var mér ofviða var hann með mér í því verkefni alla leið þangað til hann var viss um að ég gat haldið áfram sjálf. Pabbi þvældist með okkur krakkana um allt þegar við vorum lítil og örugglega ekki oft sem hann og mamma voru barnlaus í fríi ef það gerðist einhvern tíma. Ævintýrin voru mörg enda áhugamál hans oft óvenjuleg og ég sá fljótt að pabbi átti auðvelt með að umgangast alla, kunningjar og vinir voru margir og sumir sérstaklega minnistæðir og áhugaverðir ævintýramenn. 

Bæta við leslista