no image

Fylgja minningarsíðu

Sigurður Gunnarsson

Fylgja minningarsíðu

16. september 1929 - 22. október 2012

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Sálmaskrá
Afi Siggi

Afi minn var fæddur og alinn upp í Reykjavík, hann sagði okkur margar sögur frá sínum yngri árum og hann rifjaði oft upp þegar hann bjó ásamt foreldrum sínum á Njálsgötunni, í Skerjafirðinum og Hrísateig.  Þrátt fyrir að skil milli borgar og sveitar í dag séu óljósari heldur en hún var á þessum tíma að þá var honum  tíðrætt um þann mun á fólki og aðstæðum þess, eftir því hvort þau bjuggu í Reykjavík eða úti á landi á hans yngri árum . Það var honum alltaf dýrmætt, að vera Reykvíkingur – það heyrðum við oft.  En eins og hann var mikill bæjarstrákur að þá var það hans hlutskipti að vera snemma sendur í sveit á sumrin. Það hljóta að hafa verið erfið spor vorið 1935 fyrir lítinn 6 ára dreng að vera sendur til ættingja sinna að Magnússkógum í Dölum. Þetta fyrsta sumar hans – sagði afi mér nú nýlega – að þá hefði að Magnússkógum enn staðið torfbær, en það var engin smá torfbær, heldur tvílyftur með svefnlofti .

no image

Bæta við leslista