no image

Fylgja minningarsíðu

Sigrún Jóna Jónsdóttir

Fylgja minningarsíðu

11. desember 1946 - 2. september 2022

Andlátstilkynning

Ástkær systir okkar og stjúpmóðir, Sigrún Jóna Jónsdóttir andaðist 2. september sl. á Slagelse Sygehuset Danmörk.

Útför

8. september 2022 - kl. 10:00

Jarðað verður í kyrrþey að hennar ósk.

Aðstandendur

Stefán Þórður Guðjónsson, Ása Hildur Guðjónsdóttir, Vilhjálmur Jón Guðjónsson og Guðmundur A. Þorvarðarson, Páll Guðjónsson, Katrine Duus-Boolsen, Dorte Sofie Duus og fjölskyldur

Sigrún Jóna var góð systir.

Sigrún Jóna var stóra systir mín, ég leit alla tíð upp til hennar. Hún var mér sem önnur mamma þegar ég var lítil. Þegar ég var lítil passaði hún mig oft og þá var stundum farið í næsta hús þar sem við áttum vinkonur. Ég man sérstaklega vel eftir þegar við yngri stelpurnar horfðum með aðdáun á þær eldri túbera og setja upp hárið og mála eyeliner kringum augun. Já á þeim árum var Sigrún mikil skvísa. Það átti nú eftir breytast þegar fram liðu stundir.

no image

Bæta við leslista

Kæra systir

Ég vil þakka þér þú hefur ávalt verið stóra systir mín. Ég vil þakka þér fyrir allt sem við höfum upplifað saman. 

no image

Bæta við leslista

Sigrún systir

Sigrún var systirin sem ég kynntist ekki að neinu viti fyrr en ég varð fullorðinn. Hún var 13 árum eldri og var ekki samfeðra okkur hinum systkinunum. Þegar ég var 3 eða 4 ára gamall fór hún 17 ára gömul í hússtjórnarskóla í Danmörku. Þegar hún komi til baka að námi loknu bjó hún ekki alltaf heima hjá okkur.

no image

Bæta við leslista