no image

Fylgja minningarsíðu

Sigrún Guðbjörg Ásgeirsdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. maí 1951 - 3. júlí 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Guðbjörg Ásgeirsdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut sunnudaginn 3. júlí.

Útför

15. júlí 2022 - kl. 12:00

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Hafsteinn Oddsson Sonja Hafsteinsdóttir Halldór Þorvaldsson Ásgerður Hafsteinsdóttir Úlfar Örn Jónsson Díana Hafsteinsdóttir Ömmubörn og langömmu barn

Góða nótt og Guð geymi þig.

Þegar ég talaði við mömmu í myndsímtali seinnipart 2.júli átti ég ekki von á því að það væri í síðasta skipti sem ég fékk að tala við hana og segja henni að ég elskaði hana. Engin orð geta lýst sorg minni og söknuði.

no image

Bæta við leslista

Elsku mamma mín!

Elsku besta mamma mín, kletturinn minn, besta vinkona mín. Hvernig get ég kvatt þig þegar ég get ekki hugsað mér lífið án þín? Heimilið ykkar hefur verið svo tómlegt án þín en ég reyni að halda öllu eins og þú best vildir hafa það og við pabbi höfum það kósý saman. Þú kenndir mér mikið og þú kenndir mér vel en það er svo óraunverulegt að hugsa til þess að ég muni aldrei aftur getað hringt í þig og spurt þig um hitt og þetta sem bara mömmur geta svarað. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þá skyndiákvörðun í jólafríinu síðustu jól að húrra mér aftur til Noregs og pakka niður dótinu okkar Viktoríu í flýti og flytja aftur heim til Íslands. Tíminn sem við Viktoría höfum átt með þér á þessu ári er svo dýrmætur þó að veikindin þín og svo mín hafi tekið sinn toll þá vorum við alla vegna saman og studdum hvor aðra með jákvæðni og bjartsýni að leiðarljósi. Og best af öllu er að við kvöddumst alltaf með orðunum „ég elska þig“. Ég trúi því að allt hafi sinn tilgang, og það er eins og síðastliðið hálfa ár hafi verið fyrirfram ákveðið og undirbúningur fyrir því sem við fjölskyldan stöndum frammi fyrir í dag, að þú sért ekki lengur hér til að halda utan um okkur og þjappa okkur saman. Það verður erfitt að komast yfir þá tilhugsun að það verði aldrei önnur útilega með þér, ekkert ferðalag, engin fjölskyldumatarboð þar sem þú eldar marga lítra af kjötsúpu eða saltkjöt og baunir. En í hvert sinn sem ég fer í ferðalag eða útilegu, elda kjötsúpu eða saltkjöt og baunir, þá munt þú vera mér efst í huga. Elsku besta mamma mín, mikið sem ég sakna þín! En nú er komið að kveðjustund og ég veit að Hjálmar og Tinna hafa tekið vel á móti þér og að þið munið taka vel á móti mér þegar minn tími kemur. Guð geymi þig og gefi þér góða drauma. Þín Díana.

no image

Bæta við leslista