no image

Fylgja minningarsíðu

Sigríður Sólveig Bárðardóttir

Fylgja minningarsíðu

22. maí 1959 - 3. mars 2022

Andlátstilkynning

Sigríður Sólveig Bárðardóttir lést í faðmi fjölskyldunnar á líknardeild Landspítalans 3.mars 2022. Útför Sigríðar fer fram frá Vídalínskirkju mánudaginn 14.mars 2022, klukkan 13.

Útför

14. mars 2022 - kl. 13:00

Útför Sigríðar fer fram mánudaginn 14. mars 2022 frá Vídalínskirkju í Garðabæ.

Aðstandendur

Hafsteinn Þór Hilmarsson, eiginmaður. María, Eva, Kristjana Bára og Hafþór Valur Hafsteinsbörn. Foreldrar: Bárður Ragnarsson og Kristjana Össurardóttir

Þakkir

Minningargreinar mega sendast inn á minningarsíðu Sigríðar á vefsíðuna minningar.is.

Minning um vinkonu

Það var mikil gleði vorið 1984 þegar nýir grunnskólakennarar voru útskrifaðir frá Kennaraháskólanum. Í þessum hópi voru átta nýir kennarar sem fóru að kenna um haustið á Suðurnesjum. Við ákváðum að halda hópinn og hittast og úr varð félagsskapur sem kallar sig 8-Villtir. Við höfum hist einu sinni í mánuði yfir vetrartímann allt frá þessu hausti eða í 38 ár. Við skiptumst á verkefnum, reynslu og hugmyndum. Milli okkar hefur myndast órjúfanleg vinátta þar sem ríkir gleði, stuðningur og traust. Sigríður Bárðardóttir var ein af okkur og við höfum verið svo heppin að fá að kynnast henni og fjölskyldu hennar á þessum tíma. Það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur að fá að vera hluti af lífi Sigríðar í öll þessi ár. Fá að fylgjast með fæðingu barna hennar og Hafsteins, flutningi milli sveitarfélaga og fæðingu barnabarnanna. Okkur er ofarlega í huga hversu glöð Sigríður var þegar hún sýndi okkur glænýja íbúð þeirra hjóna í Kópavoginum og við samglöddumst þeim svo innilega. Við höfum fylgt Sigríði þegar hún kenndi í Njarðvíkurskóla og núna síðast í Hvaleyrarskóla. Sigríður hefur sinnt starfi sínu af kostgæfni og dugnaði og alltaf var efst í huga hennar að gera sem best fyrir nemendur. Sigríður var alltaf að leita nýrra leiða í kennslu og fylgdist vel með breytingum og nýju námsefni. Við vinirnir höfum líka farið nokkrum sinnum saman til útlanda og Sigríður naut þess innilega að ferðast, fræðast, skoða og prófa nýja hluti. Eftirminnileg er ferðin til Lyon í Frakklandi sumarið 2018. Þá lét hópurinn hafa sig út í að ferðast um borgina á Segway hjólum. Í annarri ferð vorum við stödd í New York og fórum m.a. um Central Park þar sem keppnisandinn bar okkur nærri ofurliði vegna hita.Við höfum oft hlegið að þessum áskorunum og þegar við á suman hátt fórum út fyrir þægindarammann en Sigríður lét ekki standa á sér með að taka þátt.

Bæta við leslista

Kveðja

Kynni okkar af sæmdarhjónunum Sigríði og Hafsteini spannar í kringum 10 ár þegar leiðir Evu dóttur þeirra og Ólafs Georgs sonar okkar fléttuðust saman. Þegar Laufey Björk eldri dóttir þeirra fæddist bjuggu þau heima hjá foreldrum Evu í Hafnarfirði og sóttum við töluvert þangað til að fylgjast með nýja barnabarninu. Okkur var ætíð tekið opnum örmum og kynnin urðu nánari. Tæpum tveim árum seinna bættist Ásta Sólveig í hópinn og voru Eva og Óli þá komin í sér húsnæði en hittingur var alltaf reglulegur í kringum afmæli systranna og fleiri tilefni. Sigríður hafði einstaklega góða og hlýja nærveru og var alltaf notalegt að hittast og spjalla. Stórfjölskyldan var henni allt og var hún ætíð tilbúin að sinna henni ef á þurfti að halda. Hún veigraði sér ekki við að hafa jafnvel fjögur ung barnabörn í næturpössun í einu og fannst það ekki tiltökumál.

Bæta við leslista

Stóra systir

Sissí mín, það er svo margt óréttlátt og margt sem ekki er hægt að ráða við í þessum heimi, samt hafðir þú yfirvegun og æðruleysi til að meðtaka þetta loka verkefni. Ég tek ofan fyrir þínum kjark og þakka fyrir að hafa átt þig sem stóru systir.

Bæta við leslista

Yndislega mágkona mín og vinkona.

Núna hefur lífið sett mig í þögn, sorg eða bara sjokk. Ég hugsa daglega að mig hljóti að vera að dreyma einhverja vitleysu því þetta er allt svo óraunverulegt. þannig líður mér þessa dagana enda ekki furða þegar ég hugsa til þess að ég hvorki heyri né sjái elsku bestu mágkonu mína aftur.

no image

Bæta við leslista

Minning um kæra vinkonu.

Elsku besta Sissí.

Bæta við leslista

Hjartkæra tengdadóttir mín

Það er mér óendanlega erfitt að kveðja tengdadóttur mína sem fór frá okkur svo skyndilega. Maður situr bara eftir með stórt gat í hjartanu.

Bæta við leslista

Minningarorð

Hverfulleiki lífsins er ógnvænlegur. Hversdagsleikinn þegar allt gengur sinn vanagang verður seint metinn að verðleikum. Við hittum Hafstein og Sissí í janúar síðasliðnum í mat hjá ömmu Helgu. Og oftar sem áður tókum við þá okkar skemmtilegu samræður um allt og ekkert og Sissí var hress og skemmtileg þó ákveðin meðferð væri í aðsigi. Ekkert okkar bjóst við öðru en að við myndum taka upp þráðinn aftur í vor þegar þessu væri lokið.

Bæta við leslista

Frá saumaklúbbnum

Þó Sissí okkar færi frekar hljótt í lífinu var hún yfirleitt ekkert að tvínóna við hlutina þegar hún tók sig til. Ung eignaðist hún tvö börn í einu, varð í kjölfarið húsmóðir í búi þeirra Hafsteins í miðbæ borgarinnar og tók kennarapróf með unga tvíburana upp á arminn, gerðist síðan barnakennari og bókavörður suður með sjó, byggði sér fljótlega tvílyft hús í Hafnarfirði með sínum manni, eignaðist fleiri börn og kenndi stórum unglingabekkjum stærðfræði í áratugi. Hún kom öllum sínum börnum vel til manns og breiddi út faðminn fyrir barnabörnin. Heimilishundurinn sem gjarnan kúrði undir stiganum var sá allra hlýðnasti í bænum. Sissí sigldi sinn sjó af seiglu og festu, hélt sig á jákvæðum nótum og gerði ekki mál úr hlutunum. Hennar stíll var hófsamur.

Bæta við leslista

Kveðja frá Hvaleyrarskóla

Það var þungt höggið sem við starfsfólk og vinir Sigríðar í Hvaleyrarskóla, fengum í lok vinnudags, fimmtudaginn 3. mars. Þá barst okkur sú fregn að Sigríður hefði kvatt þennan heim um morguninn. Þó margan hefði grunað í hvað stefndi þá vildi enginn hugsa þá hugsun til enda að við myndum ekki oftar mæta Sigríði hér á göngunum, kaffistofunni, í kennslustofunni sinni eða þegar starfsmannahópurinn gerði sér glaðan dag.

Bæta við leslista

Kveðja frá starfsfólki elstu deildar Hvaleyrarskóla

Það er komið að kveðjustund. Kær samstarfskona okkar og vinkona, Sigríður Sólveig Bárðardóttir kennari við Hvaleyrarskóla, hefur kvatt okkur allt of snemma. Síðla árs 2020 greindist hún með illvígan sjúkdóm. Sigríður fékk meðhöndlun og allt virtist líta vel út en því miður varð reyndin önnur. Sjúkdómurinn tók sig upp og ekki var við neitt ráðið.

Bæta við leslista

Umsjónakennari

Sigríður var yndisleg og góðhjörtuð kona hún var ljúf sem umsjónarkennari sem var alltaf til staðar fyrir okkur þegar við þörfnuðumst hennar og hún var alltaf til í að hjálpa sama hvað. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar sem við munum aldrei gleyma sérstaklega Danmörks ferðin. Hún senti alltaf heim lista fyrir allar skólaferðirnar og minnti okkur á að taka bara það sem við þurfum en við gerðum það aldrei og tókum of mikið nema hún og hún var alltaf með litla ferðatösku með öllu sem hún þurfti. Við munum aldrei gleyma brosinu hennar og hlátri sérstaklega eftir að sum okkar huppu ofan í vatnið á fyrsta degi í Danmörk í öllum fötunum okkar. Við munum einnig aldrei gleyma öskrinu hennar eftir að við náðum að draga hana með okkur í rússibana í tivolíinu og hún hló manna best þegar hún sá myndinni eftir á, við vorum að hlæja og hún var öskrandi.

Bæta við leslista

Yndisleg tengdamóðir

Það er með sorg í hjarta sem ég kveð og skrifa minningarorð um tengdamóður mína Sigríði Bárðardóttur. Vorið 2015 kom ég inn í fjölskylduna eftir að hafa kynnst Maríu dóttur hennar og Hafsteins. Ég kom ekki einn inn í fjölskylduna, heldur kom Lára dóttir mín með mér. Strax frá fyrstu kynnum fann ég hversu velkominn í fjölskylduna ég var og ekki síst hún Lára. Sissí naut þess að fá enn eitt barnabarnið í kaupbæti með nýjum tengdasyni.

Bæta við leslista