no image

Fylgja minningarsíðu

Sigríður Sóley Sigtryggsdóttir

Fylgja minningarsíðu

3. október 1950 - 16. apríl 2022

Andlátstilkynning

Elskuleg systir mín Sigríður Sóley Sigtryggsdóttir Undirhlíð 1 Akureyri andaðist 16 apríl 2022

Útför

6. maí 2022 - kl. 13:30

Útförin fer fram frá Dakvíkurkirkju 6 maí 2022, jarðsett verður í Urðakirkjugarði.

Aðstandendur

Skarphéðinn Sigtryggsson og fjölskylda

Kveðja.

Stórt skarð er höggvið í Saumaklúbbinn Lykkjuna. Sóley okkar hefur kvatt. Hláturinn hennar mun hljóma í Sumarlandinu og þar mun hún dansa við dynjandi harmónikkuspil. Hún elskaði kindur og má segja að það hafi verið hennar aðaláhugamál. Lagði sig fram um að hafa hjörðina eins litríka og hægt var, reyndi að eiga sem flesta liti sem tilheyra íslensku sauðkindinni. Best þótti henni ef sauðburðurinn stóð sem lengst yfir og var lagin við að hjálpa lömbum í heiminn ef þess þurfti. Hún var einnig fljót að bregðast við ef nágrannar hennar þurftu aðstoð í þeim málum hvort sem var að nóttu eða degi. Það voru líka margir sem aðstoðuðu hana yfir sauðburðinn og dvöldu oft hjá henni í nokkra daga eða jafnvel vikur á meðan. um göngur var oft erfitt að eltast við uppáhalds kindurnar hennar, þær voru ekki alltaf tilbúnar til að koma heim. Sóley var fjölhæfur listamaður og hugmyndarík og prófaði sig áfram með ýmiskonar handverk. Hún lærði söðlasmíði af föður sínum og gerði við hnakka fyrir marga en stoltið hennar var söðull sem hún gerði upp. Sóleyju þótti gaman að skreppa af bæ og fá sér kaffibolla með nágrönnum sínum og vinum og var alltaf tímanlega mætt ef einhversstaðar var eitthvað um að vera. Hvort heldur sem var spilakvðld eða einhver önnur skemmtun. Þegar móðir hennar var orðin mikið veik hugsaði Sóley lengi um hana þar heima. Eins var henni umhugað um bróður sinna og fjölskyldu hans og án efa hefur það að vera nær fólkinu sínu, átt stóran þátt í ákvörðun hennar að flytja til Akureyrar þegar hún brá búi og seldi jörðina sína fyrir nær fjórum árum. Elsku Sóley okkar. Söknuðurinn er mikill og skarðið stórt. Minningarnar óteljandi um samfylgdina í gegnum lífið ylja. Brosið þitt blíða og faðmlagið þétt er greypt í hugann um ókomna tíð. Vinkonur þínar í Saumaklúbbnum Lykkjan.

Bæta við leslista