no image

Fylgja minningarsíðu

Sigríður Helga Axelsdóttir

Fylgja minningarsíðu

8. júlí 1934 - 18. júlí 2022

Andlátstilkynning

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma lést að morgni 18. júlí á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði.

Útför

27. júlí 2022 - kl. 14:00

Útför hennar fer fram frá Hafnarkirkju Athöfninni verður streymt og hægt verður að sækja hlekk á hana á útfarardaginn á http://bjarnanesprestakall.is/hafnarsokn/hafnarkirkja/

Aðstandendur

Ragnhildur Jónsdóttir – Grétar Vilbergsson Axel Jónsson – Fanney Þórhallsdóttir Sveinbjörg Jónsdóttir – Ómar Frans Fransson og fjölskyldur.

Frá Röggu

Elsku mamma mín, mig langar að minnast þín með nokkrum línum, nú þegar þú hefur kvatt okkur eftir langa vist á hjúkrunarheimili. Ég minnist ástúðar þinnar, réttsýni, heiðarleika og tryggðar og að það var líka stutt í húmorinn. Þér var mikið í mun að heimilið þitt væri alltaf snyrtilegt og fínt og börnin þín hrein og vel til fara. Ég man þegar ég var á gelgjunni og útvíðar buxur með upptættan skálmafaldinn voru í tíksu þá reyndir þú að telja mig af því að klæðast svona rifnum görmum, en allt kom fyrir ekki. Maður hlýðir ekki mömmu sinni þegar tískan er annars vegar enda innrættir okkur líka sálfstæði, kjark og seiglu og varst okkar fyrirmynd í því. Eina sögu kann ég af sjálfstæði þínu. Pabbi hafði keypt Land-Rover, en ekki tekið bílpróf enda alltaf á sjó. Þú sagðir mér að þú hefðir sko ekki ætlað að sitja heima og horfa bílinn í hlaðinu, engum til gagns, svo þú dreifst þig í að taka bílpróf og varst meðal fyrstu kvenna sem tóku bílpróf í sýslunni.

Bæta við leslista

Mamma

Elsku mamma með eftirfarandi orðum langar mig að minnast þín. Það er ekki auðvellt verkefni þar sem ekki er hægt með orðum að fanga návist þína.

Bæta við leslista