no image

Fylgja minningarsíðu

Sigmundur Benediktsson

Fylgja minningarsíðu

15. mars 1936 - 14. mars 2022

Andlátstilkynning

Okkar elskulegi Sigmundur Benediktsson frá Vatnsenda lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi, mánudaginn 14. mars.

Útför

25. mars 2022 - kl. 13:00

Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. mars klukkan 13:00 og verður henni einnig streymt.

Aðstandendur

Heiðrún Jónsdóttir, Sveinn Rúnar, Eygló, Hugrún, Elsa, Hákon Viðar, Elfar Davíð og Benedikt Jón Sigmundsbörn, Auðun og Ragnheiður, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

Æviágrip

Sigmundur Benediktsson frá Vatnsenda

Bæta við leslista

Elsku Simmi afi

Samband okkar afa var mjög sérstakt og það er erfitt að lýsa því, kannski vegna þess að ég hafði ekki sama orðaforða né var jafn orðheppin og Simmi afi. Afi var ákveðinn maður. Hann var líka ákveðin týpa af manni. Hann myndi sennilega gera athugasemd við það að ég noti orðið ‘týpa’ en það verður að hafa það. Hann var af gamla skólanum og átti oft erfitt með að aðlagast breyttum tímum. Hann var ekki gallalaus maður og það vissi hann sjálfur. Hann vissi nefnilega alveg hver hann var, þekkti bæði sína styrkleika og veikleika. Hann vissi að hann skorti stundum ákveðna hæfni í mannlegum samskiptum, og hafði jafnan orð á því sjálfur við mig. En það gerði það að verkum að hann var oft misskilinn. Þú þurftir að eyða ákveðið miklum tíma með afa til þess að kynnast hans innri manni og stundum þurfti að lesa milli línanna til þess að komast að því hvaða mann hann hafði að geyma. Hann meinti nefnilega alltaf vel og vildi öllum vel. Honum var mikið í mun að miðla sinni þekkingu á íslenskri tungu og bragarháttum til komandi kynslóða og var tilbúinn að gera það með öllum ráðum, sama hversu þreytandi sem manni fannst það á unglingsárunum. En eftir því sem maður þroskaðist sjálfur fór maður að sjá hans hlið í öðru ljósi. Hann var maður sem var tilbúinn að berjast fyrir því sem hann trúði á, sama þó það kostaði hann einhverjar óvinsældir. Hann vissi sín takmörk, viðurkenndi þau, og bætti sig. Það eru allt virðingarverðir kostir. Hann var þykkur maður með þykkan skráp en hlýjan faðm og hlýtt hjarta og mér þótti svo ósköp vænt um hann.

Bæta við leslista

Minning um Sigmund afa

„Hvenær sé ég þig næst?“ spurði afi mig eitthvert vorið að sauðburði loknum. „Ég veit það ekki, enginn veit hvar hann dansar á næstu jólum“ svaraði ég og ég man að afa fannst tilsvar mitt skemmtilegt. Ég var því minnt á hverfulleika tilverunnar þegar pabbi hringdi í mig og sagði mér frá fráfalli Sigmundar afa. Enginn veit nefnilega hvar hann dansar á næstu jólum.

Bæta við leslista

Minning um einstakan afa

Þegar fór að vora ók afi á húsbílnum Sumardísinni norður í Eyjafjörð til að létta undir með Vatnsendabændum í sauðburði.

no image

Bæta við leslista

Elsku Pabbi

Veður getur skipast skjótt, skammt er milli lífs og dauða.

Bæta við leslista