no image

Fylgja minningarsíðu

Sandra Snæborg Fannarsdóttir

Fylgja minningarsíðu

23. september 1964 - 18. mars 2024

Andlátstilkynning

Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir okkar, Sandra Snæborg Fannarsdóttir, lést á Landspítalanum við Hringbraut á mánudaginn 18. mars.

Útför

8. apríl 2024 - kl. 15:00

Útför fer fram þann 8. apríl kl 15:00 í Grafarvogskirkju.

Aðstandendur

Súsanna Sif Jónsdóttir, Arnar Gunnarsson og Aþena Malen Arnarsdóttir Helga Sigtryggsdóttir Jósebína Ósk Fannarsdóttir Elísabet Fanney Fannarsdóttir Stefnir Davíðsson Halldóra Steinunn Fannarsdóttir Jóhanna Fannarsdóttir Helga Dóra Magnadóttir, Róbert Már Kristinsson, Lilja Rut, Rakel Jósebína og Bjarki Már Erna Stefnisdóttir, Jóhannes Rúnar Ástvaldsson, Eva Karen, Stefanía Vala, Davíð Hrafn og Fanney Dögg Elías Fannar Stefnisson, Kristín Inga Jónsdóttir, Elísabet Ósk og Jón Stefnir Stefán Björn Valtýsson

Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki 11EG á Landspítalanum sérstakar þakkir fyrir einstaka umhyggju.

Sandra, nagli með meiru!

Sandra, nagli með meiru, fyndin,  ákveðin, skemmtileg, viskubrunnur, sjálfstæð , þvílík ofurkona, amma og mamma. Það er nú ekki oft sem að mamma vinkonu skilur eftir sig fótspor eins og þetta  en hún Sandra held ég að hafi haft áhrif allstaðar þar sem hún kom. Óhrædd við að tjá sína skoðun á málefnum og fólki ef henni fannst það þjóna góðum tilgangi. Að rýna til gagns. Eða svona oftast :’)  Það var svo margt sem þú kenndir mér í lífinu og þá sérstaklega þau ófáu skipti sem við komum heim til þín í “ smá kaffi “ en smá kaffi var yfirleitt á borð við heimagert sushi eða andaconfie salat. Eða þá þegar þú ætlaðir bara að henda í einfaldan kvöldmat og á borð kom nautasteik og meðþví og alltaf til Pepsi max.  Þú og Súsanna, þið eruð teymi sem ekki er hægt að toppa. Þvílík þrautseigja og þvílíkur kraftur í einu og öllu og ykkar samband eitthvað það fallegasta sem ég þekki og dáist af. Við sem eftir erum reynum að vera ¼ af klettinum sem þú varst í lífi elsku bestu stelpnanna þinna og fjölskyldu og átt eftir að vera um ókomnatíð þó það verði í gegnum vindinn, hugann, sögur og hjartað. Elsku fjölskylda Söndru ég samhryggist ykkur svo innilega og vona ég að þið sameinist yfir mat og drykk um ókomnatíð að minnast, elska, sakna og hlægja.  Ég veit að þessi skrif mín erum útum allt, ef allt væri venjulegt þá myndi ég senda þér þennan texta til að lesa yfir og sennilega læra eitthvað nýtt sem þú myndir benda mér á :'). En mig langaði á einhvern hátt að segja - takk elsku Sandra fyrir allt, þín verður sárt saknað.

Bæta við leslista

Mín elskulega Sandra ❤️

Kletturinn minn, hjarthreina einstaka Sandra!

Bæta við leslista