no image

Fylgja minningarsíðu

Rún Pétursdóttir

Fylgja minningarsíðu

5. nóvember 1938 - 30. janúar 2022

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Minningarorð

Á síðustu dögum sínum lét hún þau orð falla að hún væri bara venjuleg kona, en allt það fólk sem nálægt henni var, hefur aðra sögu að segja. Hún var einstök. Átti enga sína líka. Þolinmæði hennar og umburðarlyndi verða aldrei mæld, því hún virtist alltaf eiga meira til. Móðir fimm stráka og einnar stelpu og eiginmaðurinn á sjónum í þrjátíu ár. Á svefnherbergisganginum var leikinn fótbolti alla daga og krökkum hverfisins boðið að vera með. Í hennar augum voru brotin loftljós aldrei verðmætari en sú gleði og samvera sem af leikjunum hlaust.

Bæta við leslista