no image

Fylgja minningarsíðu

Róslín Erla Tómasdóttir

Fylgja minningarsíðu

29. desember 1938 - 9. mars 2022

Andlátstilkynning

Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Róslín Erla Tómasdóttir, lést 9. mars í faðmi fjölskyldunnar á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð.

Útför

Útför fór fram í kyrrþey.

Sálmaskrá
Aðstandendur

Sævar Sigurpálsson, Heiða Björk Sævarsdóttir, Halldóra Björg Sævarsdóttir, Björn Grønvaldt Júlíusson, Tómas Páll Sævarsson, Hrafnhildur S. Sigurgeirsdóttir, ömmu og langömmubörn

Elsku amma Róslín

Ég er búin að reyna að finna uppáhalds minninguna mína um þig en ég er ekki að finna einhverja eina sem sker sig úr meira en aðrar. Það sem sker sig helst úr er að þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Þú mættir í allar messur þar sem ég var að syngja, allar árshátíðir, öll sundmót og alla tónleika. Þú komst með mér á allar fiðluæfingar og jafnvel þótt við gerðum oft grín af því að þú gætir bara slökkt á heyrnartækjunum þegar ég hljómaði eitthvað illa þá held ég að þú hafir aldrei gert það.

no image

Bæta við leslista

Elsku amma Róslín

Það var mjög gaman að ferðast með þér. Þegar við klæddum okkur upp á til að fara á Frozen á hótelinu. Það var gaman. Við fórum líka í Sirkus og að klappa skötum. Það var hræðilegt fyrst en það var mikið að gerast á Spáni. Eins fórum við í tivoli og á hestvagn. Þú og afi fóruð ekki með en sátuð upp í svölum og veifuðuð til okkar. Þetta er besta minning sem ég á af okkur.

no image

Bæta við leslista

Elsku hjartans amma Róslín

Í mínum augum ertu hetjan mín og fyrirmynd. Ég vona af öllu hjarta að ég verði eins góð tengdamamma og amma og þú. Eftir að þú hættir að vinna þá leistu á það sem hlutverk þitt að hugsa um okkur. Allir í leikskólanum hjá stelpunum mínum kölluðu þig ömmu Róslín. Ég held að margt af því sem þú tókst að þér fyrir okkur og með okkur hafi næstum orðið þér ofviða. Þú varst flughræddasta manneskja sem ég veit um en samt varstu til í að fara með okkur nokkrum sinnum til útlanda. Við fórum bara í heilsuhúsið eða apótekið og fengum remedíur sem virkuðu á flughræðslu. Þú prílaðir yfir hengibrýr þrátt fyrir lofthræðslu, ekki bara eina, ekki tvær heldur þrjár. Við fórum saman í dýragarð og þar var boðið upp á myndatöku sem við samþykktum. Ég get ekki sagt til um hver var glöðust þegar í ljós koma að dýr dagsins var kyrkislanga. Við stelpurnar stilltum okkur upp algjörlegar stjarfar þegar þú allt í einu segir: „Stelpur ég er með hausinn“ ekki par hrifin.

no image

Bæta við leslista

Kveðja frá systkinum

Róslín Erla Tómasdóttir

Bæta við leslista

Elsku besta Róslín frænka,

Þú gerðir alla hluti með stæl og minningarnar um þig eru ótal margar sem ylja hjartað. Berjamórarnir, besta nestið, dúkku kakan, Móland, gula hættan, blómin þín, pönnukökurnar og heita súkkulaðið, brauðsúpan, bleika kjötið og besta karrýsósan, handverkið þitt, videó helgarnar með flatsæng í stofunni, búrið og búðarleikirnir. Hver önnur en þú saumaðir þér föt og gerðir eyrnalokka í stíl, áttir klósettpappír, handklæði, kremtúbur og tannbursta í mörgum litum. Allt í stíl, alltaf.

Bæta við leslista

Róslín systir

Róslín Erla Tómasdóttir, minning

Bæta við leslista