no image

Fylgja minningarsíðu

Rósa Þóra Hallgrímsdóttir

Fylgja minningarsíðu

4. maí 1951 - 5. apríl 2024

Andlátstilkynning

Rósa Þóra Hallgrímsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Geirþrúðarhaga 6b, Akureyri, lést í fangi fjölskyldu og vina þann 5. apríl sl. Útförin fór fram frá Akureyrarkirkju 24. apríl 2024.

Útför

Útför hefur farið fram.

Aðstandendur

Hallgrímur Sigurðsson, Viktoría Fönn Kjerúlf, Adrian Þór Hallgrímsson, Ingibjörg Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Hallgrímsson (látínn) Jóhanna Hallgrímsdóttir, Halldór Jónasson, Valgerður H. Valgeirsdóttir, Hildur Rós Hallgrímsdóttir, Heba Björg Hallgrímsdóttir, Sylvía Dögg Halldórsdóttir, Sigurður Kjartan Kristinsson, Birta Hildardóttir og Styrkár Hallsson, Andreas Halldór, Eldey Jóhanna, Salka Björt og Sóllilja.

ÖRLÍTIL ÞAKKARGJÖRÐ

Nú er fölnuð fögur rós Fellur tár á kinn Nú er slokknað lífsins ljós Sem lýsti veginn minn

no image

Bæta við leslista

Til elsku Rósu Þóru

Í dag fylgjum við elsku Rósu Þóru okkar síðasta spölinn.  Þó vissulega hafi mátt vita í hvað stefndi er kveðjustundin svo sár og erfið og ótímabær. Það er svo margt sem hún átti eftir að gera.  Hún átti að vera að njóta þess að uppskera eftir langan og farsælan starfsferil.  Hún átti að vera að fylgjast með litla gullmolanum sínum Adrian Þór, sem hún dýrkaði og dáði, vaxa úr grasi og dafna.  En það er ekki spurt að því.  

Bæta við leslista

Kveðja frá æskuvinkonum
Rósa Þóra Hallgrímsdóttir

Bæta við leslista

Kveðja frá Ruth

Lífið getur verið svo fallegt en um leið svo sárt, þannig upplifði ég lífslok minnar kæru, tryggu vinkonu Rósu Þóru.

Bæta við leslista

Kveðja frá Maríu og systkinum

Mikið er erfitt að kveðja góðan vin en minningar ylja engu að síður þegar litið er yfir farinn veg. Ekki get ég sagt til um það hvenær eða hvar ég hitti Rósu Þóru fyrst en hún hefur alla mína tíð verið fastur punktur í tilveru minni. Fyrsta sem kemur upp í hugann eru hlátrasköll úr eldhúsinu á æskuheimilinu þegar hún var í heimsókn en hún og mamma gátu sko blaðrað börkinn af trjánum. Fyrir hartnær 45 árum síðan kynntust hún og móðir mín Ruth þar sem þær unnu saman sem hjúkrunarfræðingar á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Mikil vinátta og stuðningur myndaðist þeirra á milli og var Rósa Þóra meira heima hjá okkur en á sínu eigin heimili slíkt var sambandið. Faðir okkar systkina sótti sjóinn og sinnti móðir okkar vaktavinnu á spítalanum og þurfti því oft að púsla hver ætti að huga að barnahópnum á heimilinu. Rósa var fljót að stíga þar inn þeim til stuðnings með dug og gleði að vopni sem var henni eðlislægt. Svo fór að hún bjó hjá okkur í nokkurn tíma og fengum við að sama skapi að vera henni til stuðnings þegar hún átti gullmolan sinn hann Hallgrím. Ég man það sem í gær þegar ég frétti að lítill drengur væri fæddur og fannst ég hafa eignast lítinn bróður og þótti mikið til enda yngst systkyninna. Hún Rósa Þóra átti góðan og hlýjan faðm. Hún var einstaklega vina- og ættrækin og átti maður oft í fullu fangi við að svara spurningaflóði hennar þegar einhver tími leið á milli hittinga og símtala. Hún hafði alltaf áhuga á að heyra hvað við værum að bralla hverju sinni og hafði ávallt gaman af misjöfnum sögum um lífið og tilveruna. Hún hafði einstakt lag á að fá okkur til að segja frá hugsunum okkar og skoðunum. Ef einhver uppgjöf var í okkur var hún snögg að benda á að slíkt væri ekki í boði, alltaf var hægt að finna lausnir á málunum.

Bæta við leslista