no image

Fylgja minningarsíðu

Reynir Geirsson

Fylgja minningarsíðu

27. ágúst 1920 - 24. maí 1994

Útför

Útför hefur farið fram.

Höf: Hjalti Kristgeirsson

Fósturbróðir minn, Reynir, var af sunnlenskum ættum og í lágsveitum Árnessýslu átti hann sinn uppruna, fæddur tveim dögum fyrir höfuðdag sumarið sem ungmennin foreldrar hans urðu tvítug. Móðir hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir yngsta dóttir í Norðurkoti í Hrútstaðahverfi í Gaulverjabæjarhreppi, f. 19. ágúst 1900, síðar húsmóðir í Reykjavík og lifir enn, og faðir hans var Geir Vigfússon bóndasonur í Suðurkoti í Hrútstaðahverfi, f. 3. júli 1900, síðar bóndi í Hallanda í Hraungerðishreppi, hann lést 1975.

Bæta við leslista