no image

Fylgja minningarsíðu

Reynir Benediktsson

Fylgja minningarsíðu

5. janúar 1946 - 11. nóvember 2021

Útför

Útför hefur farið fram.

Þakkir

Okkar innilegustu þakkir, fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför elskulega lífsförunautar og ferðafélaga míns, föður okkar, tengdaföður og afa.

Minningarorð

Reynir ólst upp í Laugarneshverfi í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla. Ungur að aldri fór hann í sveit austur fyrir Stokkseyri og eins í Hafranes í Reyðarfirði. Í sveitinni kom fljótt í ljós umhyggja Reynis fyrir dýrum. Umhyggja sem hann bar með sér alla ævi. Reynir varð snemma mjög efnilegur íþróttamaður. Hann var góður handboltamaður og setti meðal annars íslandsmet í skriðsundi. Eins þótti hann góður á skautasvellinu þar sem hann sýndi lipra takta.

no image

Bæta við leslista

Blaðagreinar
no image

Bæta við leslista

Sumarið ´63

Vorið 1963 lagði síðutogarinn Þorkell Máni RE 205 upp í veiðiferð frá Reykjavík og stefnan var tekin á Vestfjarðamið því fyrirhugað var að sigla með aflann til Englands, Grimsby nánar tiltekið. Í áhöfn Þorkels Mána í þessum túr voru 3 ungir drengir á aldrinum 17-18 ára. Einn þessara drengja er pabbi minn Reynir Benediktsson.

no image

Bæta við leslista

Elsku pabbi minn,

Orð eru fátækleg til að lýsa þakklæti mínu og tilfinningunum í þinn garð.

no image

Bæta við leslista

Ástkæri pabbi minn

Elsku besti pabbi minn var kvaddur í dag að viðstöddum nokkrum af hans nánasta. Það var erfitt en samt gott.

no image

Bæta við leslista

Ég var 19 ára þegar ég hitti hann fyrst.

Hæglátur, rólegur og vinnusamur maður sem alltaf setti aðra í fyrsta sætið. Maður sem alla tíð forðaðist sviðsljósið og tók aldrei heiðurinn fyrir sín dáðaverk en benti heldur á aðra. Ég tók strax eftir fallegu röddinni hans og hjartahlýjunni sem af honum skein. Ég á það víst til að dæma fólk af framkomu þeirra við dýr og þar var Reynir í sérflokki. Að sjá þennan fullorðna mann sýna kisunum (og öllum öðrum lifandi verum) svo mikla ástúð og virðingu. Ég féll samstundis fyrir honum sem manneskju. Og hann óx aðeins í áliti eftir því sem leið á kynni okkar.

no image

Bæta við leslista

Einstakur maður hefur kvatt þessa jarðvist

Mín fyrstu kynni við hann var er sonur hans og Hönnu kynntist dóttur minni fyrir meira en 20 árum síðan og hóf búskap með henni. Þau gáfu þeim og okkur hjónum 2 yndisleg barnabörn. Það urðu okkar fyrstu afa og ömmu titlar. Við hjónin náðum góðri tengingu við Reyni og Hönnu alla tíð. Ég er þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman.

no image

Bæta við leslista