no image

Fylgja minningarsíðu

Rannveig Guðmundsdóttir

Fylgja minningarsíðu

25. júlí 1909 - 6. febrúar 2003

Útför

Útför hefur farið fram.

Kveðja frá Sigrúnu, Lindu og Þorsteini

Hún amma okkar hefur fengið hvíldina. Hún hefur verið fastur punktur í tilveru okkar allt okkar líf og ekki síst á uppvaxtarárum okkar í Hólminum. Einhvern veginn fannst okkur sem hún yrði bara alltaf hjá okkur.

Bæta við leslista

Kveðja frá Láru Lúðvígsdóttur

Í dag verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju amma mín Rannveig Guðmundsdóttir. Hjá Rannveigu ömmu og Kristjáni afa, sem dó í blóma lífsins fyrir 37 árum, átti ég nánast annað heimili sem barn. Þaðan var líka stutt til bestu vinkonu okkar ömmu, Ástu Gestsdóttur og svila hennar Lárusar Rögnvaldssonar sem bæði eru látin.

Bæta við leslista

Kveðja frá Helgu.

Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvelur,

Bæta við leslista

Kveðja frá Gerði Mattíasdóttur

Sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa. Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá.

Bæta við leslista

Kveðja frá Jónasi Matthíassyni

Ég mun hafa verið nálægt 7-8 ára gamall, þegar fundum okkar Veigu frænku fyrst bar saman. Ferðalagið frá Þingeyri, landleiðina suður í Stykkishólm, var langt og strangt, tók tvo daga á Ford '36, ferjuflutningar, holóttir vegir, óbrúaðar ár, sólin beint í augun út alla Skógarströndina. Þetta ætlaði engan enda að taka. Allir voru þreyttir og sumir líkast til þreyttari en aðrir.

Bæta við leslista

Kveðja frá Árna Helgasyni

Mig langar til að minnast Rannveigar Guðmundsdóttur og þakka henni góða samfylgd hér í Stykkishólmi í áratugi. Allar minningar um Rannveigu tengjast hlýju í minn garð og þær mun ég ávallt geyma.

Bæta við leslista

Kveðja frá tengdasynum

Náttúrufegurð er mikil í Dýrafirði. Formfögur fjöll mynda þar skjól fyrir menn og málleysingja í grösugum dölum. Undir Sandafellinu kúrir aðalbyggðin, Þingeyri. Þaðan er stutt út á gjöful fiskimiðin. Myndrænni og betri umgjörð um fagurt og þróttmikið mannlíf er vart hægt að hugsa sér. Þar eru vorkvöldin lognkyrr og svo hljóðbær að kallast má á um langan veg. Á slíkum stöðum er gott að alast upp og mannast.

Bæta við leslista