no image

Fylgja minningarsíðu

Ragnhildur Andrésdóttir

Fylgja minningarsíðu

7. september 1947 - 8. nóvember 2020

Útför

Útför hefur farið fram.

Hlekkur á streymi
Sálmaskrá
Þakkir

Fjölskyldan þakkar auðsýndan hlýhug og vináttu. Einnig vill hún færa starfsfólki Heru sérstkakar þakkir fyrir einstaka umhyggju og umönnun.

Ljósið
Besta mamma og amma <3

Elsku mamma sem alltaf varst til staðar ef maður vildi. Ég vildi óska að við hefðum fengið að hafa þig lengur hjá okkur.

no image

Bæta við leslista

Amma mín var ótrúleg kona

Amma mín var ótrúleg kona. Hún var svo ljúf og yndisleg á sama tíma og hún var algjört hörkutól. Hún var mjög vitur og oft hélt ég að hún vissi einfaldlega allt. Hún huggaði mig hiklaust ef ég var eitthvað sár og var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Sjaldan hefur afkastameiri prjónari gengið um þessa jörð og hún passaði mjög vel upp á það að mér yrði ekki kalt og sá alltaf til þess að ég ætti nóg af ullarpeysum og ullarsokkum.

Bæta við leslista

Sem fór allt of fljótt

Æviár Raggýjar urðu ekki mörg á okkar mælikvarða. Þau sem hún fékk voru gjöful og spönnuðu ólíka þjóðarhætti. Hún ólst upp við hefðbundin sveitastörf á Saurum. Þar bjuggu amma og afi og afkoman ekki ólík sem títt var í íslenskri sveit 1930 - 1970. Hún byggðist á striti, útsjónarsemi og hagsýni. Verk voru unnin með höndum, innan bæjar og utan. Vélvæðingin var á frumstigi, Farmal Cub og Nalli leystu þó hestöflin af hólmi. Rafmagn kom loks, framleitt af mótor sem Hansi í Hraundal kom fyrir. Á Saurum var alltaf nóg að bíta og brenna. Góðs atlætis og rausnar nutu allir sem komu bæði til skemmri og lengri dvalar. Fjöldi barna naut hlýju og elskusemi Lilju og Andrésar. Uppvöxtur litar líf okkar. Höfðingsskapur og fádæma dugnaður einkenndu Raggý, eðlisþættir sem hún hlaut í æsku. Hún laðaði til sín fólk og eftir því sem þeir eldri hafa fallið frá gegndi hún hlutverkinu að treysta frændskap og fjölskyldubönd. Ung giftust hún og Bóa. Þau hófu búskap í Stóra-Langadal og bollokuðu þar í fjögur ár. Strax tók hún að huga að öldruðum á næstu bæjum sem nutu dugnaðar þeirra. Eftirminnilegar eru frásagnir af nágrönnunum. Það virtist vera öðruvísi heimur á Skógarströnd. Þegar þau fluttu að Ystu-Görðum fór í hönd stórtæk uppbygging. Bæði gegndi hún lykilstörfum í mjólkurframleiðslunni og mjólkaði kvölds og morgna. Matargerðin var myndarleg. Máltíðir í hádegi og á kvöldin auk kaffitíma með ríkulegu kaffibrauði. Þá er ótalin öll handavinnan, saumaskapur og prjónles. Lopapeysur urðu til á færibandi. Þau eru víða ungbarnateppin frá Raggý og helsjúk undir lokin spurði hún hvort litla frænkan, sem væntanlega var, væri fædd. Miklum tíma var varið til þess að hugsa um aðra, um foreldrana, Lillu systur sína sem kvaddi í byrjun september og afkomendurna sem fer fjölgandi. Raggý stóð og vaktina í Kolbeinsstaðahreppnum. Hún gat ekki til þess vitað að bóndi á næsta bæ væri matarlítill á jólum. Þau hjón höfðu yndi af að ferðast og gerðu víðreist um heiminn þegar um hægðist. Seinasta utanlandsferðin var farin í upphafi veirufaraldursins þegar hún hélt sínu striki og fór eins og jafnan til Kanaríeyja til þess að sækja sér vorið og hvíldina. Það var dæmigert fyrir Raggý sem kunni að lifa og njóta. Þótt samvistir okkar frænkna væru stopular í seinni tíð þá voru ekki aðrar skýringar á því en að báðar höfðu í ýmsu að snúast. Á unglingsárum hennar var fastur liður haustverka á Beigalda að hún kom til hjálpar systur sinni og mági. Hún birtist með mjólkurbílnum glaðbeitt og hress. Gekk til allra verka í sláturtíðinni og hjálpaði til með okkur systkinin. Það var alltaf stutt í hlátur og sprell.Hún var þeim sem dóttir enda smástelpa á Saurum þegar strákurinn frá Álftártungu tók að gera hosur sínar grænar fyrir heimasætu á Saurum. Við ótímabært fráfall Raggýjar er hrokkinn strengur til fortíðarinnar og þess umhverfis sem við ættingjarnir erum sprottnir úr. Að lokum er samfylgdin þökkuð og öllum eftirlifendum sendar samúðarkveðjur.

Bæta við leslista

Kær frænka mín, hefur kvatt

Sólargeisli brýtur sér leið gegnum skýjahulu á heldur gráum haustdegi þegar mér eru færðar sorgarfréttir. Raggý, kær frænka mín, hefur kvatt. Fréttin kom ekki á óvart. Raggý barðist lengi við illvígan sjúkdóm sem hafði loks betur.

Bæta við leslista

Enn einu sinni hefur verið vitlaust gefið

Enn einu sinni hefur verið vitlaust gefið. Við kveðjum nú mína ágætu frænku, Ragnhildi Andrésdóttur, Raggý, sem lést 8. nóvember sl. aðeins 73 ára.

Bæta við leslista

Ég hef núna eignast enn einn verndarengilinn

Sumir samferðamenn hafa meiri mótandi áhrif og setja sterkari svip á umhverfi sitt en aðrir. Raggý yngsta móðursystir mín og fyrirmynd var einmitt þannig. Raggý hafði sterkan og eftirminnilegan persónuleika. Eðliskostir hennar voru margir, hún var yfirleitt kát og oftast orðheppin, hún bjó yfir æðruleysi og umburðarlyndi, hún var félagslynd, kærleiksrík, hlý og styðjandi. Hún var afbragðskokkur og mikil handavinnukona. Hún prjónaði mikið og hratt. Peysur, sokkar, vettlingar og húfur urðu til á undraverðum hraða.

Bæta við leslista